fbpx

DRAUMUR Á MARARGÖTU

HeimiliÍslensk hönnun

Hér býr ein smekklegasta dama sem ég þekki – þó víða væri leitað. Því kemur lítið á óvart að heimilið sé eins og klippt úr tímariti svo einstaklega fallegt er það. Ég hef einmitt farið í innlit til hennar þá fyrir Glamour og ég man hvað þetta fallega bláa heimili vakti mikla athygli – þetta var með fyrstu myndunum sem birtust af íslensku heimili sem var heilmálað í svona dökkum lit en núna er það að verða æ algengari sjón. Enda ekki skrítið þegar þessar myndir eru skoðaðar, hver væri ekki til í að búa þarna?

Myndir via Smartland á Mbl 

Fyrir áhugasama þá er opið hús á morgun, mánudag og ég er alveg sannfærð um að þessi íbúð muni rjúka út. Draumastaðsetning í fallegu húsi og að mér skilst með drauma nágranna;)

INSTAGRAM VIKUNNAR: LITRÍKT HEIMILI @RIKKESROOM

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Sunna

    21. May 2017

    Þetta er dásamlega falleg íbúð! Getur þú sagt mér hvaðan stóra hvíta ljósið á fyrstu myndinni er? Sá það einmitt líka í innlitinu hjá rikkesroom. Svooo fínt!

    • Rakel

      22. May 2017

      Ljósið heitir Bubble Lamp og var upphaflega hannað af George Nelson. Þessi týpa er kölluð Nelson Saucer Bubble Pendant :)

    • Svart á Hvítu

      22. May 2017

      Þetta er æðislega fallegt og elegant! Fæst hér heima í Lúmex… Rakel keypti sitt þó úti!