Ég er aðeins að reyna að breyta til í stofunni hjá mér núna en hef reyndar ekki komist mikið lengra en það að taka sjónvarpið úr sambandi og niður á gólf, mikið er ég eftir að verða vinsæl haha! Við bara horfum svo lítið á sjónvarp og notum helst tölvurnar okkar fyrir bíómyndir svo ég sé hreinlega ekki tilgang þess að eiga sjónvarpstæki sem sýnir í þokkabót bara Rúv:)
Ég keypti mér nefnilega kommóðu á Barnalandi í gær, hélt ég væri að kaupa tekkkommóðu miðað við myndina en sit núna uppi með brúna eikarkommóðu frá ameríska hernum sem er líka alltof stór til að passa hingað inn. Þangað til að ég eignast draumatekkmubbluna eða að ég splæsi í String hillukerfið í Epal þá leyfi ég kommóðunni að búa hjá mér í smástund. Mér skilst að ég þurfi aukageymslupláss fyrir barnið.. ekki barnið sjálft heldur allt sem fylgir því, og því langar mig til að fækka öðrum ljótum mubblum í bili úr litlu stofunni minni eins og tv-inu. Er það ekki bara 100% eðlilegt, nei ég bara spyr?:)
Draumastofan væri hinsvegar svona:
Og þarna er sko ekkert sjónvarp! :)
Myndirnar stíliseraði Annalena fyrir Blooc. /sjá hér.
Skrifa Innlegg