Það krúttlegasta sem ég hef séð eru fallegu barnahúsgögnin frá danska hönnunarmerkinu Nofred og þar eru músastólarnir klassísku fremstir í flokki. Stólarnir koma bæði í barnahæð og henta því mjög vel í barnaherbergið og koma einnig í eldhúsborðhæð og eru því tilvaldir við matarborðið. NoFred hefur vakið mikla eftirtekt undanfarið fyrir vönduð húsgögn og smávörur fyrir börn sem eru það falleg að þau eiga jafnvel heima í stofunni og gætu notið sín þar vel.
Það eru nokkrar vörur frá NoFred á óskalistanum okkar fyrir herbergið hennar Birtu Katrínar sem er enn í smíðum (haha eilífðarverkefnið), en þar má helst nefna Mouse stól og borð í hvítu ásamt bogadregnum spegli með krókum á, svo er dúkkuhúsið algjör klassík og myndi slá í gegn í öllum barnaherbergjum.
Það má vel leyfa sér að dreyma… sjáið þessa fegurð!
“Danska hönnunarmerkið NoFred skapar falleg og vönduð húsgögn og smávörur fyrir börn sem hvetja til samveru fjölskyldunnar. Hver vara er hönnuð með það í huga að heilla jafnt fullorðna sem börn og hefur þann eiginleika að falla vel að innréttingum heimilisins – og gerir það að verkum að vörurnar fá sín notið í fleiri rýmum en barnaherberginu einu. Með tímalausa hönnun, óaðfinnanleg gæði og framúrskarandi handverk munu NoFred vörurnar fara kynslóða á milli. ” Tekið af Epal vefnum. Fyrir áhugasama þá fæst NoFred í Epal.
Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg