fbpx

DRAUMAHEIMSÓKN TIL HELLE MARDAHL

HönnunPersónulegt

Danski hönnuðurinn og glerlistakonan Helle Mardahl er engum lík en hún skapar svo fallega og litríka muni sem eru nánast eins og konfekt fyrir augun. Ég kom við á sýningunni hennar Helle Mardahl á 3 days í Kaupmannahöfn og heillaðist alla leið upp úr skónum, þvílíkur draumaheimur sem hún hafði skapað þar sem glerlistin hennar flæddi um öll rými í stórkostlegum uppstillingum og fallegir litir og blóm gerðu þessa upplifun enn meiri.

Mig hefur lengi dreymt um að að eiga verk eftir Helle og bonbonniere skúlptúrinn er þar efst á lista. Svo fallegt – en fyrir áhugasama þá fæst Helle Mardahl hér heima hjá Vest. 

ORKIDEUR / TIPS TIL AÐ HALDA ÞEIM Á LÍFI

Skrifa Innlegg