Góðir hlutir gerast hægt er mottó sem ég fer mikið eftir og þarf reglulega að minna mig á þegar kemur að framkvæmdum á heimilinu. Þau ykkar sem hafið fylgst lengst með hafið séð brot af framkvæmdum og lagfæringum á húsinu okkar að utan sem hefur verið í miklum meirihluta og því minna um skemmtilegu verkefnin innandyra. Það gladdi mig því mikið í dag þegar draumaborðstofuborðið mitt varð loksins klárt eftir nokkra mánaða ferli. Borðið sem við áttum áður var margra áratuga gamalt 6 manna tekk borð sem við fengum gefins í upphaf okkar búskaps og er nú komið á enn eitt heimilið til áframhaldandi þjónustu ♡ Mér finnst mikilvægt að minna á þetta ef einhver lesandi skyldi vera að byrja að búa og langa í allskyns fína hluti á sama tíma. Góðir hlutir gerast hægt og það er hollt að leyfa sér að dreyma og stundum í langan tíma áður en draumurinn rætist …
Þegar leit mín hófst að draumaborðinu var ég alltaf með í huga að við myndum smíða það sjálf á einhvern hátt, nema ég hallaðist mest að einföldum stálborðum og eftir að hafa skoðað ótal borð frá þekktum framleiðendum tók ég saman algengustu stærðina á 8-10 manna borðum og lagði það undir vin okkar sem er stálsmiður sem smíðaði grindina fyrir okkur. Grindin var svo pólýhúðuð í gylltum lit og þá hófst leitin að borðplötunni.
PARKI sýndi mér svo ótrúlega fallegt úrval af RISA flísum sem ég kolféll fyrir en þær eru frá merkinu Emil Group – smelltu hér til að sjá úrvalið. *samstarf. Ég valdi að lokum flísina Calacatta Paonazzo sem var í stærðinni 162×324 cm (hjúts!). Þar sem grindin á borðinu var opin var sett þunn álplata 2mm undir flísina til að styrkja hana en það má að sjálfsögðu útfæra slíkt á marga vegu.
Almáttugur hvað ég er ánægð með útkomuna, ég gæti ekki verið ánægðari!
Ég elska hvað mynstrið er lifandi og mikil hreyfing í því, en það má vissulega líka finna margar flísar með lágstemmdara mynstri og í einfaldari stíl.
Hér geta auðveldlega setið 8-10 manns og því verður gaman að bjóða núna í matarboð:)
Flísin er valin í samstarfi við Parka en við höfum átt í löngu og farsælu samstarfi ♡ Borðgrindina smíðaði vinur okkar í Vélsmiðjunni Stálvík sem er algjör snillingur og kom hann einnig með hugmyndina að pólýhúða grindina gyllta (brass) sem kom ótrúlega vel út. Að lokum var það hann Marek sem skar flísina en hann er einn sá allra besti í sínum bransa. (ekki samstarf)
Ég elska borðið okkar og mæli svo sannarlega með að skoða betur þessar flísar ef þið eruð í svona hugleiðingum, það kom mér mikið á óvart að hægt væri að fá flís sem er 3 metrar á lengd! Þá mæli ég með að heyra í þeim hjá Parka fyrir allar frekari upplýsingar.
Læt fylgja með mynd frá flísaframleiðandanum sem sýnir þetta æðislega úrval – flísin mín er sjöundi renningurinn frá vinstri. Það var mjööög erfitt að velja bara eina!
Sjáið hvað þetta er gordjöss borð – vá vá vá!
Hugmyndin af borðinu kom í byrjun október og núna 5 mánuðum síðar er allt orðið klárt eftir að hafa farið fram og aftur með allskyns pælingar um útfærslur og mikið sem það var þá gott að geta ráðfært mig við fagfólk og allir voru tilbúnir að hjálpa og gefa ráð þrátt fyrir að hafa ekki gert svona borð áður.
Það er svo margt spennandi í gangi innan veggja heimilisins þessa dagana – fylgist endilega með ♡
Skrifa Innlegg