fbpx

DRAUMA STÚDENTAÍBÚÐIN?

Heimili

Hér má sjá eina gullfallega en pínulitla íbúð sem dregur þig alveg inn til sín… veggir, loft og gólf eru öll máluð í fallegum gráum lit sem smækkar rýmið jafnvel enn meira en gerir það á sama tíma svo ofsalega hlýlegt og notalegt. Þessi íbúð er þó ekki nema 25 fermetrar og er sófinn notaður sem rúm á kvöldin svo þarna býr augljóslega bara ein manneskja, en mikið fer nú vel um hana. Þetta er í raun drauma stúdentaíbúðin ekki satt? Þarna hefði ég mögulega gefið eitt nýra fyrir að búa á námsárum mínum í Hollandi, nei ég segi bara svona. 

st3st2
st6SFD25F6A600310845C68BBD8E95A0F4EFCBSFDC575DE69F5F344AA97CCA9527DB484E1 st5 st1

Þetta pínulitla eldhús er algjört æði og það kemur vel út að mála hillurnar í sama lit og vegginn. Þessi uppröðun á íbúðinni er reyndar alveg sú sama og frænka mín býr í á Hrafnistu, nema enn meira lagt í þessa hér.

st7

Þessar fínu hillur eru frá House Doctor.

SFD5E8608DC988C40E2B78E754C1AEFDFC9st9

Myndir : Stadshem

Æðisleg íbúð og æðislegur stíll, svo sjarmerandi svona íbúðir þar sem hlutirnir eru gamlir í bland við nýja, það gefur heimilum svo mikla sál.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

Á ÓSKALISTANUM: BY LASSEN

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Helga

    2. June 2015

    Veistu hvaðan hvíti skápurinn er eða einhver svipaður skápur fyrir sjónvarp sem hægt er að loka þannig að sjónvarpið sjáist ekki?
    Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt :)

    • Svart á Hvítu

      2. June 2015

      Hmmm ég kannast ekki við þennan akkúrat, en skal hafa þetta í huga og set kannski í skápa færslu:)
      Takk fyrir hrósið:)

  2. Sunna

    2. June 2015

    Vá takk fyrir þetta innlit. Alltaf gaman að fá innblástur fyrir litlar íbúðir :)

  3. Hrafnhildur

    3. June 2015

    Alveg sammála, hefði gefið nýra fyrir svona íbúð á námsárunum. Þessi er greinilega alveg með þetta!