fbpx

Á ÓSKALISTANUM: BY LASSEN

HönnunKlassíkÓskalistinn

Ég ætlaði að birta júní óskalistann minn í kvöld, en þessir tveir hlutir sem þar áttu að enda eiga skilið sérfærslu!

Danska hönnunarfyritækið By Lassen er að gera svakalega góða hluti en það gaf út á dögunum borðin Twin og leðurhankana Stropp. Borðplötunni á Twin borðunum er hægt að snúa á tvo vegu og gyllta útgáfan heillar mig mest en á hinni hliðinni er ljósgrár litur (misty green), svo er líka til kopar og viðarútgáfa (sem breytast í svart og svo hvítt). Leðurhankana má nota á marga vegu, ég persónulega myndi nota þá undir tímaritin eða viskastykki í eldhúsið, það væri mjög smart. Það munaði litlu að hankarnir hafi ratað ofan í poka í dag í Epal þegar ég fór að kaupa höldur á skápinn í barnaherbergið en sjáum til hvort ég hafi sömu sjálfsstjórn í næstu ferð.

15735641684_8ba52f2e8f_k

Þetta borð er nokkrum númerum of fallegt, það verður bara að segjast. Svo er algjör snilld að hægt er að snúa plötunni við og hvíla gullið smá.

image_thumb2-3

Hvernig eruð þið að fíla þessar nýjungar frá By Lassen?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

DIY MEÐ IKEA

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Daníel Gauti

    1. June 2015

    Geðveikt flott! Ég skal hundur heita ef þetta borð endar ekki hérna heima ;) en þá er bara spurningin hvaða plata verður fyrir valinu…

    • Svart á Hvítu

      1. June 2015

      Hahaha, sammála:)
      Verst að þú verður launalaus í smá tíma í staðinn!
      Mér finnst gyllta tjúlluð og koparinn reyndar líka, held ég myndi síst velja viðinn, finnst hitt tvennt veglegra miðað við að það er á sama verði?
      -Svana

      • Daníel Gauti

        1. June 2015

        Hahaha já… æjj peningar eru ofmetnir! en já þau eru held ég öll á sama verði. Ég er svo íhaldsamur að svörtu og kopar plata yrði líklegast fyrir valinu en annars finnst mér brass (gull) koma mjög vel út á myndinni.

  2. Íris

    2. June 2015

    Þau eru bjúti borðin ég þrái eitt svona, veistu hvað þau kosta?

    • Svart á Hvítu

      2. June 2015

      Þau kosta 51.900 kr….. Það er alveg hægt að leggja fyrir því;)