fbpx

DIY MEÐ IKEA

DIYIkea

Ég er búin að eyða dágóðum tíma inná Ikea síðunni síðustu daga að pússla saman svölunum hjá mér, svo rataði ég eins og svo oft áður inná Livet hemma síðuna hjá sænska Ikea en þar er hægt að sjá mjög fallega stíliseraðar myndir með vörunum þeirra, uppáhalds stílistinn minn hún Pella Hedeby starfar einmitt hjá þeim svo stíllinn er ekkert slor. Mæli með að kíkja þangað inn til að fá hugmyndir – Livet hemma. 

ikea_diy_ingefara_inspiration_2

Þetta er klárlega hugmynd sem ég ætla að skella í fyrir svalirnar, er hrifnari af pottunum í svörtu:)

ikea_diy_ingefara_inspiration_1

Svo er þessi hér að neðan mjög góð líka, þarna er búið að búa til innbyggðar hillur í úr Ribba myndarammahillunum.

ikea_diy_hylla_pella_inspiration_1

Myndir: Ikea Livet hemma 

Eigið góðan dag í sólinni!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HÁLFMÁLAÐAR HILLUR?

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Fjóla

    30. May 2015

    Sammála … Langaði einmitt mikið í svona IKEA pott og mála svartan …
    Veistu eitthvað hvernig málning er best á svona leir ?

    • Svart á Hvítu

      30. May 2015

      Er ekki búin að komast að því ennþá, planið var að fara í byko um helgina og fá ráðleggingar:)

      • Fjóla Finnboga

        31. May 2015

        Ætlaði einmitt að gera það sama í Húsasmiðjunni i Eyjum en það er bara opið til 14 á laug og lokað á sunn hehe … alveg hreint frábært!! ;)

        Kanna þetta eftir helgina bara :)