fbpx

DRAUMA JÓLADAGATAL FRÁ ROYAL COPENHAGEN

HönnunKlassíkSamstarf

Jóladagatöl eru órjúfanlegur partur af jólaundirbúningi margra, fyrir mér er þetta dálítið eins og að halda í barnið í sjálfri mér, að vera spennt að opna nýjan glugga á hverjum degi í desember eða að keppast við að ná að opna á undan syni mínum sem er töluvert spenntari en ég. Það er þó sjaldan sem ég hef verið jafn spennt fyrir jóladagatali og núna í ár en Royal Copenhagen kynnir í fyrsta sinn eitt sem slær án efa í gegn hjá öllum fagurkerum og söfnurum. Draumajóladagatalið mitt í ár er því þetta – 

Á bakvið fjóra aðventuglugga leynast dásamlegar gjafir frá fallegu postulínssafni Royal Copenhagen sem spannar yfir 250 ára sögu. Ahhh þetta hljómar svo vel.

Ef þú ert forvitin/n eins og ég… lestu þá lengra hvað þema hvers glugga er, þó er ég ekki svo forvitin að vilja vita hvað nákvæmlega er í dagatalinu svo ekki hafa áhyggjur að ég spilli neinu ♡

Fyrsti sunnudagur aðventu

Fyrsti glugginn geymir hlut úr Blue Element línunni eftir Louise Campbell frá árinu 2011. “The timeless decorations reveal elements of Blue Fluted Plain, Blue Fluted Half Lace and Flora Danica – all merged to create something beautiful and new.”

Annar sunnudagur í aðventu

Á bakvið þennan glugga má finna hlut úr Blue Fluted Plain línunni sem á sögu sína að rekja aftur til 1775, einni elstu vörulínu Royal Copenhagen. 

Þriðji sunnudagur í aðventu

Hér munt þú finna hlut úr vinsælu Blue Fluted Mega línunni sem hönnuð var árið 2000 af Karen Kjælgaard-Larsen, sem einkennist af stækkuðu Mussel mynstrinu sem er einkennandi fyrir Royal Copenhagen. 

Fjórði sunnudagur í aðventu

Að lokum í síðasta glugganum má finna hlut úr klassísku Princess línunni frá árinu 1978 sem sækir innblástur sinn í blúnduskreytta Blue Fluted Half Lace vörulínuna. 

Fyrir áhugasama þá fæst Royal Copenhagen aðventudagatalið hjá Epal & hjá Kúnígúnd.

 

Ég er algjör safnari og elska að safna munum úr ólíkum vörulínum og frá ólíkum tímabilum úr sögu fyrirtækisins. Sumt hef ég keypt notað á mörkuðum (í Danmörku) og annað hef ég keypt nýtt hér heima. Þessar myndir hér að ofan þykja mér vera afskaplega fallegar, þar sem sést inní skápa hjá söfnurum og sýnir vel hvað það er fallegt að blanda saman munum úr mörgum áttum. Það verður því ánægjulegt að bæta við mitt safn fjórum nýjum munum núna í desember úr aðventudagatalinu, ég get varla beðið eftir að sjá hvað bíður mín!

Ég hef þó ekki safnað jafn lengi og hún Andrea mín Magnús, og hef ég hingað til safnað meira allskyns fylgihlutum til að leggja á borðið, punti og kaffibollum en ekki matardiskunum sjálfum, en kannski kemur það þegar ég gifti mig?

Ég elska möguleikann að í dag gildir brotaábyrgð Royal Copenhagen einnig á Íslandi eins og Andrea fór mjög ítarlega yfir í nýlegu bloggi – smelltu til að lesa. Ég hef nefnilega verið svo óheppin að missa uppáhalds bolla svo næst… (vonum að ég verði þó ekki aftur óheppin) þá get ég fengið bollann minn bættan. En þetta er svo sannarlega hvatning til að nota stellið ekki aðeins á sparidögum heldur einnig hversdagslega.

Takk fyrir lesturinn, fylgstu einnig endilega með á Instagram @svana.svartahvitu

20% AFSLÁTTUR Í IITTALA BÚÐINNI Á MIÐNÆTUROPNUN KRINGLUNNAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    25. October 2022

    Vinur þinn er forvitnari – búin að gúggla hvað er inn í …..
    Get staðfest að það verður enginn fyrir vonbrigðum <3