fbpx

DRAUMA ÍSLENSKT JÓLASKRAUT // WINTER STORIES

Íslensk hönnunJól

Þóra Finnsdóttir er konan á bakvið dansk-íslenska keramík vörumerkið Dottir Nordic Design sem við höfum lengst af þekkt undir nafninu Finnsdóttir. Winter stories eru fallegir kertastjakar úr smiðju Finnsdóttur sem koma út fyrir hver jól og eru í dag orðnir 10 talsins. Dásamlega fallegt og vandað jólaskraut sem gaman er að safna og ennþá skemmtilegra að vita um íslenskar rætur Finnsdóttur merkisins. Ég á nú þegar tvo kertastjaka úr Winter Stories línunni og langar mikið að bæta við safnið – ég er með augun á nýja íkornanum með englaskrautinu ef það er rétta orðið ♡ ásamt mörgæsinni stóru. Algjör draumur.

Fyrir áhugasama þá fást Winter Stories ásamt öðrum vörum frá Finnsdóttur hjá Snúrunni ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SMART HEIMA HJÁ THERESE SENNERHOLT

Skrifa Innlegg