fbpx

DRAUMA BLÓMAVASAR

HönnunÓskalistinn

Frá því að glæsilegi Ikebana vasinn frá Fritz Hansen kom fyrst út hef ég haft augastað á honum – en fyrir stuttu síðan á hönnunarvikunni í Stokkhólmi þegar ég gekk inn í sérútbúið bleikt speglaherbergi sem fyllt var af Ikebana og litríkum blómum varð ég ástfangin af þessari hönnun.

Ikebana var hannaður af heimsþekkta spænska hönnuðinum Jamie Hayon fyrir Fritz Hansen sem áður hafði eingöngu framleitt húsgögn, en nafnið Ikebana kemur frá Japan og lýsir listinni að raða blómum saman og orðið sjálft þýðir að láta blóm lifa. Vasinn er hannaður til þess að njóta stakra blóma ekki eingöngu í blómvendi.

 

Ikebana er algjör lúxusvara, gerð úr miklum gæðum og er einn af þessum hlutum sem mun fara á milli kynslóða. Fyrir þá sem ekki hafa tök á að eignast Ikebana þá hef ég áður sýnt fallegan vasa með sömu hugmynd að raða blómum saman stökum en ekki sem vendi. Þessir að ofan fást í Epal, en þessir að neðan fást hjá Bast.

 

Hvor finnst ykkur vera fallegri?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

DIMM FAGNAR 2 ÁRA AFMÆLI MEÐ VEISLU & AFSLÆTTI

Skrifa Innlegg