#BYKOTREND / VINNUR ÞÚ 100.000 KR. INNEIGN?

Samstarf

Núna stendur yfir stórskemmtilegur leikur á Instagram hjá vinum mínum í Byko en ég kem til með að vera gestadómari og aðstoða við valið á vinningsmyndinni en verðlaunin eru ansi vegleg! 100.000 kr. inneign hjá Hólf & Gólf í Byko sem er ótrúlega flottur vinningur og kemur öllum gífurlega vel sem eru í framkvæmdarhugleiðingum. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að taka mynd af því rými sem þarfnast yfirhalningar, má vera baðherbergi, stofa, eldhús eða annað. Settu svo myndina á Instagram og merktu #bykotrend (mundu að til að taka þátt í leikjum á instagram þarf að hafa opinn reikning þó það sé einungis tímabundið).

Föstudaginn 21. apríl verður heppinn vinningshafi tilkynntur! Ef ég væri í mínu eigin húsnæði þá væri ég 100% búin að taka þátt í þessum leik, en hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem þegar eru komnar í pottinn. Myndirnar valdi ég af handahófi en það eru ótrúlega margar skemmtilegar myndir komnar í pottinn sem hægt er að skoða undir merkinu #bykotrend.

Ekki missa af þessu!

Mamma ásamt vinkonum mínum senda mér núna á hverjum degi ólíkar Byko auglýsingar þar sem myndin af mér er með – ég hefði aldrei gert ráð fyrir því að þessi bæklingur ásamt leik yrði svona rosalega stór en það er virkilega gaman að taka þátt í svona verkefni með stórfyrirtæki og mikill heiður.

Fyrir ykkur sem fenguð bæklinginn ekki inn um lúguna ykkar þá er hægt að skoða hann í vefútgáfu hér – mæli með! Þar má finna drauma vegglampann minn ásamt fallegu flísunum sem við erum að flísaleggja bústaðinn með ásamt svo mörgu öðru fínu.

Hér að neðan má síðan sjá nokkrar myndir úr leiknum góða !

Ég mæli annars með að fylgjast með á Svartahvitu snapchat – það er einmitt smá framkvæmdarþema búið að vera í gangi þar ♡

HELGARINNLITIÐ: VEGGFÓÐUR & LJÓSIR LITIR

Skrifa Innlegg