HÉR ERU #BYKOTREND VINNINGSMYNDIRNAR

Þá er loksins komið að því að tilkynna sigurvegara í Instagram leiknum #BYKOTREND sem staðið hefur yfir síðustu vikur. Þátttakan var alveg ótrúlega góð og mjög margar góðar myndir og aðrar hrikalega fyndnar sem voru sendar inn í keppnina. Ég ásamt dómnefnd á vegum BYKO höfum legið yfir þessum myndum síðustu daga og vorum sammála um að metnaðurinn var mikill og fjölbreytnin rosa góð sem gerði þetta ennþá skemmtilegra. Þegar ég mætti í BYKO í dag átti ég von á því að við myndum velja 3 myndir, ein fyrir aðalvinninginn 100.000 kr. inneign og tvær sem fengu aukaverðlaunin 35.000 kr. hvor, en vegna góðrar þátttöku, og mögulega vegna þess að við gátum ómögulega valið bara þrjár myndir til að vinna þá verða fjórir aukavinningar veittir! Og VÁ hvað það gladdi mig mikið því það er fátt skemmtilegra en að fá að gefa.

Hér að neðan má því sjá myndirnar 5 sem við völdum sem vinningshafa og byrjum á vinningsmyndinni sem hlýtur í verðlaun 100.000 kr. inneign í Hólf og Gólf í BYKO.

“Málverk? Oh nei! Þetta er verðandi eldhús glugginn í pínku litla húsinu okkar pínku litla Guðna. Við verslum svolítið mikið í Byko allskonar krúttlegt fyrir kofann.” @melfa05

Þessi mynd heillaði okkur öll, dásamlegt útsýni og vel hægt að gleyma stað og stund en þarna virðast miklar framkvæmdir vera í gangi. Til hamingju með 100.000 kr. inneignina Margrét Elfa!

// Svo eru það myndirnar sem allar fá í aukaverðlaun 35.000 kr. inneign í Hólf og Gólf sem við gátum ómögulega gert upp á milli.

“Hér er ekki ró, hér er ekki friður, hér er ekki hægt að sturta niður.” @rosabjorns

“Það eina í húsinu sem ekki hefur verið snert er baðherbergið á efri hæðinni. Það kemur að því einn daginn að öllu verði mokað út. Það er því gaman að eiga minningar um hið gamla.” @aslaugthorgeirs

“Next level bugun. Sagan af Safamýri er sagan endalausa.” @thordisv

Og svo er það þessi hér sem er sérstaklega skemmtileg, það var þó enginn texti við hana en oft eru orð óþörf. Hér er falleg fjölskyldustund í miðjum framkvæmdum. @gudrunthoroddsen

Ég óska vinningshöfum öllum innilega til hamingju með vinninginn sinn og við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna en haft verður samband við vinningshafa eftir helgi ♡

#BYKOTREND / NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR!

Fyrir heimilið

Það styttist í að við dómnefndin veljum vinningshafa í #bykotrend leiknum sem núna stendur sem hæst á Instagram og aðeins örfáir dagar eftir til að taka þátt! Eins og áður hefur komið fram þá á einn heppinn þátttakandi möguleika á því að vinna sér inn 100.000 kr. inneign í Hólf og Gólf í Byko sem er án efa draumur fyrir alla þá sem standa í framkvæmdum núna eða láta sig dreyma um að taka heimilið í gegn, einnig verða veittir tveir aukavinningar upp á 35.000 kr. sem koma sér vissulega vel líka. Ég hvet ykkur því til að bretta upp ermar og taka mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar og birta hana á Instagram merkta #bykotrend – það er nefnilega til mikils að vinna!

Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir úr leiknum valdar af handahófi, kannski leynist vinningsmyndin hér að neðan? Hver veit:)

Ef þú þekkir einhvern sem gæti þurft á þessum glæsilega vinning að halda sem spark í rassinn að taka í gegn baðherbergið – eldhúsið – allt húsið eða jafnvel bústaðinn? Deildu þá endilega færslunni áfram því það eru einungis 2 dagar til stefnu svo hver fer að verða síðastur. Og vá hvað mig hlakkar mikið til þess að setjast niður með Byko vinum mínum og velja okkar uppáhalds myndir:)

#BYKOTREND / VINNUR ÞÚ 100.000 KR. INNEIGN?

Núna stendur yfir stórskemmtilegur leikur á Instagram hjá vinum mínum í Byko en ég kem til með að vera gestadómari og aðstoða við valið á vinningsmyndinni en verðlaunin eru ansi vegleg! 100.000 kr. inneign hjá Hólf & Gólf í Byko sem er ótrúlega flottur vinningur og kemur öllum gífurlega vel sem eru í framkvæmdarhugleiðingum. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að taka mynd af því rými sem þarfnast yfirhalningar, má vera baðherbergi, stofa, eldhús eða annað. Settu svo myndina á Instagram og merktu #bykotrend (mundu að til að taka þátt í leikjum á instagram þarf að hafa opinn reikning þó það sé einungis tímabundið).

Föstudaginn 21. apríl verður heppinn vinningshafi tilkynntur! Ef ég væri í mínu eigin húsnæði þá væri ég 100% búin að taka þátt í þessum leik, en hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem þegar eru komnar í pottinn. Myndirnar valdi ég af handahófi en það eru ótrúlega margar skemmtilegar myndir komnar í pottinn sem hægt er að skoða undir merkinu #bykotrend.

Ekki missa af þessu!

Mamma ásamt vinkonum mínum senda mér núna á hverjum degi ólíkar Byko auglýsingar þar sem myndin af mér er með – ég hefði aldrei gert ráð fyrir því að þessi bæklingur ásamt leik yrði svona rosalega stór en það er virkilega gaman að taka þátt í svona verkefni með stórfyrirtæki og mikill heiður.

Fyrir ykkur sem fenguð bæklinginn ekki inn um lúguna ykkar þá er hægt að skoða hann í vefútgáfu hér – mæli með! Þar má finna drauma vegglampann minn ásamt fallegu flísunum sem við erum að flísaleggja bústaðinn með ásamt svo mörgu öðru fínu.

Hér að neðan má síðan sjá nokkrar myndir úr leiknum góða !

Ég mæli annars með að fylgjast með á Svartahvitu snapchat – það er einmitt smá framkvæmdarþema búið að vera í gangi þar ♡