fbpx

BRÚÐARGJAFALEIKUR DIMM ♡

Samstarf

Dásamlega brúðkaupstímabilið er að ganga í garð og líklega mörg ykkar á fullu í undirbúningi fyrir stóra daginn. Það er líklega órjúfanlegur hluti af brúðkaupsundirbúningnum að setja saman gjafalista af þeim hlutum sem sitja á óskalistanum en slíkir listar koma gestum alveg gífurlega vel við að finna réttu gjöfina, þó svo að sumir gestir (líklega ömmurnar) munu aldeilis ekki fara eftir þeim haha.

Í samstarfi við verslunina Dimm kynni ég fyrir ykkur Brúðargjafaleikinn 2019 þar sem heppin brúðhjón fá í vinning 150.000 kr. inneign í versluninni en dregið verður úr leiknum þann 15. september.

Öll brúðhjón sem skrá gjafalistann sinn hjá Dimm fá gjafabréf að upphæð sem nemur 15% af öllu sem keypt er af listanum. Þar að auki fara öll brúðhjón sem gera lista í pott þar sem vinningurinn er hvorki meira né minna en 150.000 kr inneign í versluninni.

Ég tók saman lista af fallegum hlutum sem færu á minn gjafalista – ef ég væri að gifta mig ♡

– Smelltu hér til að fá upplýsingar um leikinn og leiðbeiningar hvernig á að búa til listann – 

Eigið góðan dag!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LÍFLEGT OG LJÓST HEIMILI Í MALMÖ

Skrifa Innlegg