fbpx

BÓHEM & BJÚTÍFÚL

Heimili

Rómantískt veggfóður, dökkur viður og bóhem fílingur er eitthvað sem ég skrifa ekki oft um, en almáttugur hvað þessi íbúð er falleg. Héðan má fá margar hugmyndir af fallegum myndaveggjum enda nóg af þeim á aðeins 58 fermetrum, takið eftir hvernig myndirnar eru einnig hengdar upp á ólíklegustu staði – fyrir ofan hurðarop, og á litlum bita sem staðsettur er fyrir ofan ísskápinn í eldhúsinu – hrikalega flott! Það eru líklega margir sem hefðu kosið ljósara gólfefni en mikið fer það vel við dökku húsgögnin og allt þarna inni passar svo fullkomnlega saman.

 12-paris-styling-700x1049

  24-paris-styling-700x46720-paris-styling-700x467

Takið hér eftir flottu loftljósunum í eldhúsinu, þessi einföldu! Þarna sést einnig hversu vel það kemur út að hengja upp myndir á ólíklegum stöðum.

   28-paris-styling-700x46709-paris-styling-700x104913-paris-styling-700x1049

  27-paris-styling-700x1049

Ég get alveg gleymt mér að horfa á þessa myndaveggi, og marokkósku flísarnar setja punktinn yfir i-ið.

07-paris-styling-700x104915-paris-styling-700x467

Dökk og stór viðarhúsgögn hafa ekki verið of áberandi undanfarið, en sjáið hvað svona klassísk húsgögn njóta sín vel í réttu umhverfi. Hringlaga spegillinn léttir örlítið á ásamt látlausri skreytingu ofan á skenknum.

16-paris-styling-700x467

– Bara passa að festa rammana vel ef það á að hengja upp fyrir ofan rúm! EOS ljósið er síðan alltaf jafn fallegt og er mögulega eitt vinsælasta svefnherbergja ljósið um þessar mundir:)

23-paris-styling-700x104904-paris-styling-700x104903-paris-styling-700x467

Myndir: Alice Johansson Stílisering: Pernilla Algede fyrir Alvhem

Það fallegasta sem ég hef séð í langan tíma ♡

// P.s. ég kíkti í dag í heimsókn á Snapchat á vinnustofuna hjá hönnuðinum Steinunni Völu – Hring eftir hring. Ef þið hafið áhuga þá er ykkur velkomið að fylgjast með þar.

svartahvitu-snapp2-1

LITUR ÁRSINS HJÁ IITTALA : ULTRAMARINE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sif

    26. February 2017

    Þetta er alveg ótrúlega fallegt heimili! Ekki getur þú sagt mér frá hverjum veggljósið kemur, sem er á efstu myndinni?