Það hlaut að koma að þessu og ég ætla hér með að leyfa mér að tilkynna ykkur að bleikur er hinn nýi svarti. Undanfarið hefur þessi dásamlegi uppáhaldslitur minn til margra ára verið að læðast inn á mörg heimili og í fataskápa, þetta gerðist svo hægt að við tókum varla eftir því. En nýlega hefur orðið algjör sprenging og bara núna á forsíðu Trendnets eru 9 færslur sem á einhvern hátt tengjast bleikum (ég á mögulega einhverjar þeirra…). Ég er glöð að sjá loksins svona marga kunna að meta þennan fallega lit sem á alla þessa athygli svo sannarlega skilið, ég bara vona að þið séuð komin í bleika liðið “for good” því bleikur er ekki bara litur – heldur lífstíll! Það kemur fáum á óvart að ég röfli um eitthvað bleikt og heimilið mitt er mögulega með of marga bleika hluti sem þó ert alltaf að bætast við. Best er þó að ég hafi fengið að mála anddyrið í Svönubleikum lit (já Sérefni selur í dag lit sem heitir Svönubleikur ♡) og núna er næsta baráttan mín að fá fölbleikan sófa í stofuna.
Þetta heimili sem ég ætla að sýna ykkur núna er alls ekki það bleikasta sem hægt er að finna en sófinn í stofunni er í æðislegum bleikum lit og prýðir þessa stundina forsíðu Maí tölublaðs breska Elle Decoration.
Myndir : Elle Decoration
Það besta við þetta er að ég veit að flest ykkar sem hingað kíkið inn elskið líka bleikan – því annars mynduð þið varla nenna að lesa bloggin mín ♡ Hvað finnst ykkur svo um þessa þróun, er þetta bara enn ein tískubylgjan hjá þessum stóra hóp sem núna lýsir yfir ást sinni á bleikum?
Í dag var ég á smá stússi fyrir bústaðinn okkar og var virk á Snapchat en einnig á Instagram live hjá Trendnet (bara hægt að sjá það í síma). Ég er mögulega, en bara mögulega með nokkra bleika hluti sem fá að skreyta bústaðinn og ætla að sýna betur frá því um helgina á Snapchat. Eigið ljúfa helgi x
Skrifa Innlegg