fbpx

BLEIKT & FALLEGT HEIMILI

Heimili

Þetta heimili hittir beint í mark hjá mér, bleikir tónar eru áberandi í hverju rými og með hvítt í grunninn verður þetta svo afslappað og fallegt fyrir augað. Það þarf varla að taka fram að heimilið er stíliserað fyrir myndatöku hjá Fantastic Frank fasteignasölunni en það má þó sjá ýmsar góðar hugmyndir sem hægt er að gera að sínu. Hillan inni á baðherbergi er sérstaklega sniðug en á svona litlum baðherbergjum er oft erfitt að koma fyrir hirslum en þessi lausn er mjög smart. Einnig er ég alltaf mjög hrifin af því að sjá leikfimirimla inni í barnaherbergjum það er eitthvað svo flott við þá, ég mun klárlega setja þannig upp í krakkaherberginu einn daginn en ég held að afinn lumi einmitt á einum slíkum í skúrnum sínum.

SFD5C70F13949794BE39B7EADF99C36A822_2200x

Ég er ekki viss um að ég kæmist upp með að hafa svona mikið bleikt á mínu heimili, bleik motta og bleik veggmynd er of mikið fyrir flesta, en fallegt er það. Íbúðin er mjög lítil en á myndinni hér að ofan má sjá bæði stofuna og borðstofu.

SFD7C28FADE76754289978735B27B486BAE_2200x SFD11E36C2A776D4FB3B2942735A1E37409_2200xSFD76146E90E1944B93BDD6417A9146CE69_2200x

Minimalískt stofuborð úr gleri.

SFD22C092F884ED4DD9999FD40BA24FE5E8_2200x

SFDD68B541241634CDC9A05EC00490C5AD1_2200x SFD68B8EE5420A94FE993FED6DBC3B1C936_2200x SFDBA824F1038B44E6ABFBD17ABDCCA1C91_2200x SFDBADDB1B9190E461FA57D27257BD36859_2200x-1SFDC979A3BC864C47BBB52F36B5B1D132B2_2200x SFDD6C99D5999AA4143A03E4FEBE65EFAC5_2200x

Myndir via 

Virkilega fallega stíliserað heimili en ólíkt því sem við flest búum við. Þegar ég lít yfir tölvuskjáinn hjá mér sé ég að minnsta kosti allt annað útlit, barnadót út um allt gólf, fjarstýringar á stofuborðinu og óryksugað teppi. Æj þið fattið, svona venjulegt heimili;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

LITRÍKT & GLAÐLEGT HEIMILI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Guðrún Vald.

  20. July 2015

  Vá hvað þetta er fínt. Ég er ennþá að svekkja mig á því að hafa ekki keypt plakatið af bleika stiganum eftir Annaleena þegar ég fór til Stokkhólms í vetur.

 2. Dagný Björg • Monday

  29. July 2015

  Vá hvað þetta er fallegt heimili! Bleika stofan er fullbleik fyrir minn smekk en er þó skemmtilegt fyrir augað..

 3. Pingback: Chambre de bébé – 13 modèles pour s’inspirer - Lucie Bataille