Á hverjum degi fæ ég sendar fyrirspurnir varðandi hitt og þetta sem tengist heimilinu og eru sumar spurningarnar algengari en aðrar. Til dæmis þá er ég ansi oft spurð að því hvernig ég þrífi bleika sófann minn, hvernig það sé að vera með svona ljósan sófa með barn og gæludýr og hvort mér þyki hann vera nógu þægilegur til að geta haft það notalegt yfir bíómynd.
Varðandi þrif, þá er sófinn augljóslega mjög skítsæll og það þarf helst að þurrka reglulega af honum og ryksuga þó ég mætti gera það oftar. Áður en við fluttum þá tók ég allt áklæðið af sessum og baki og fór með í hreinsun og sófinn varð sem nýr á eftir en ég hafði þá ekki séð þennan bjarta ljósbleika lit í langan tíma, hann var orðinn nánast grábleikur án þess að ég fattaði það. // Til að taka af allan vafa þá keypti ég sófann á fullu verði í Ikea.
Þegar ég rakst á þessar fallegu myndir af bleika Söderhamn sófanum á Ikea síðunni í dag vildi ég strax deila þeim með ykkur, þarna sést nefnilega í eitt DIY sem er á listanum mínum en það er flísalagt LACK borð sem ég hef verið að hugsa um útfærslu á frá því að ég sá heimili Cecilie Ingdal ristjóra Elle Deocration – sjá hér – og mig dreymir um að búa til.
Þarna sést einnig í flott hliðarborð sem er nýtt í Ikea og heitir Burvik… mjög næs.
Myndir via Ikea Livet hemma
Ykkur er velkomið að fylgjast með á instagram @svana.svartahvitu og á Snapchat @svartahvitu
Skrifa Innlegg