fbpx

KONUDAGSGJAFIR ♡

Fyrir heimiliðHugmyndiriittala
Konudagurinn er rétt handan við hornið – uppáhalds dagurinn minn og líklega ykkar líka…

Fyrir þau ykkar sem viljið gleðja konuna í ykkar lífi þá tók ég saman nokkrar hugmyndir að fallegum gjafahugmyndum sem vonandi geta nýst ykkur vel. Mér þykir fátt skemmtilegra en að taka saman svona óskalista úr öllum áttum og endurspegla þessar hugmyndir alltaf minn persónulega smekk.

// Fallegir loðnir skór frá Apríl á Garðatorgi. // Royal Copenhagen bolli frá Kúnígúnd. // Stelton take away kaffimál, fæst í Kokku og Epal. // Eucalyptus plakat frá Dimm.is. // Bleikur blómapottur frá Kokku. // Klassískur iittala trébakki, fæst hjá öllum söluaðilum iittala. // Toikka glerfugl frá iittala, fæst í iittala í Kringlunni og Casa. // Handáburður frá Snúrunni. // Nýja Aalto skálin frá iittala, fæst m.a. í Epal og iittala í Kringlunni. // Heimilisilmur frá URÐ, fæst m.a. í Dimm.is og Epal. // Bleik sængurföt frá Dimm.is. // Nýtt Essence universal glas frá iittala. // Kastehelmi blómapottur frá iittala. 

Það gæti mögulega hjálpað til að deila færslunni á þann aðila sem þið elskið mest – svona ef einhver sérstakur hlutur á listanum mætti rata í ykkar hendur … ♡

Ykkur er velkomið að fylgjast með á instagram @svana.svartahvitu og á Snapchat @svartahvitu

BLEIKT & BJÚTÍFÚL Í GAUTABORG

Skrifa Innlegg