fbpx

BAÐHERBERGIÐ : STRING INNBLÁSTUR

BaðherbergiHönnun

String hillur eru mjög ofarlega í huga mér þessa daga og ég sest reglulega við tölvuna að skoða uppsetningar á einni hillusamstæðu sem ég er með í huga en það er mjög gott að sækja sér hugmyndir í myndabankann hjá String – sem er algjört æði og allskyns sniðugar útfærslur hægt að sjá. String hillur á baðherbergi er þó alveg vanmetið að mínu mati og fæstir sem vita að hægt er að fá speglahurðir á skápana sem er æðislega hentugt á t.d. lítil baðherbergi.

Ég er þó reyndar að leita mér að hillu eða skáp í eldhúsið á vegg sem tengist yfir í alrýmið svo hún má vera dálítið smart og opnar String hillur með 2-4 skápum, með gler- og viðarhurðum er held ég útfærslan sem ég stefni á. Ég ætla að byrja á því að deila með ykkur þessum smart baðherbergja innblæstri og þegar ég hef ákveðið útlit hillunnar sem ég ætla að kaupa, hvort sem það er String eða ekki, þá deili ég því að sjálfsögðu með ykkur.

Eruði að sjá hvað þetta er agalega lekkert?

Myndir : String.se 

Ég er alveg bálskotin í þessum speglahurðum og svo eru líka komnar allskyns sniðugar viðbætur á þessar klassísku sænsku hillur t.a.m. krókar og hengi fyrir t.d. viskastykki, áhöld eða handklæði, glasarekkar, tímaritahillur, bakkar og fl. Fyrir áhugasama þá fæst String hjá Epal. 

NÝ BÓK & BLÓM Í VASA

Skrifa Innlegg