Mér hefur oft þótt erfitt að finna innblástur fyrir litlar íbúðir. Heimilin sem við sjáum í tímaritum ná flest vel yfir 100 fermetrana, en þetta hér að neðan er líklega ekki stærra en 50-60 fermetra en plássið nýtist þó ótrúlega vel. Notkun á hvítum lit og ljósum krossvið í innréttingunum léttir mikið á rýminu og leyfir því að virðast vera nokkrum fermetrum stærra.
Ótrúlega falleg íbúð verð ég að segja.
Ég bý einmitt mjög þröngt núna og myndi drepa fyrir hvítar innréttingar og hvítar hurðar, bara svona til að létta smá á rýminu. Er þó mjög fegin því að vera ekki með Mahony innréttingar og hurðar (svona rauðbrúnar) eins og eru svo algengar í sumum nýbyggingum, -eða dökkbrúnar. Ég er með hálfgert ofnæmi fyrir slíku, sérstaklega í litlum íbúðum. Þetta tekur svo mikla athygli og leyfir oft húsgögnum ekki að njóta sín nógu vel. En það er bara mín skoðun:)
Eigið góðann dag!:)
Skrifa Innlegg