fbpx

AFMÆLISGJÖFIN & KAKAN

DIYPersónulegt

Þá er afmælið hjá Bjarti Elíasi yfirstaðið og vá hvað mamman er búin á því. Ég ætla bara rétt að setja inn tvær myndir í kvöld og sýni ykkur allt betur í næstu færslu. Ég hafði nefnilega lofað Home Magazine að koma í heimsókn í dag og því varð allt að verða spikk og span morguninn eftir að hafa haldið risa veislu, svo núna kemst fátt að nema koddinn minn zzzz. Við gáfum Bjarti í afmælisgjöf indíánafjaðrir sem ég hafði keypt á netinu fyrir nokkru síðan og þær slógu alveg í gegn þó svo að sonurinn átti sig lítið á því hvað þetta er. Ég sé þetta þó fyrir mér vera vinsælt í leik næstu árin og tala nú ekki um hvað þetta er fallegt leikfang.

Screen Shot 2015-09-14 at 21.20.13

Svo fékk hann smá aukagjöf sem var þetta plakat sem ég bjó til handa honum. Til að hafa það á hreinu þá sá ég hugmyndina á netinu en þetta er í raun byggt á frægri “fletti”klukku sem ég kenni sjálf við Habitat og hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Ég hef séð hugmyndina útfærða bæði með fæðingarupplýsingum barnsins, giftingardegi hjóna og jafnvel sem boðskort í brúðkaup sem kom ansi vel út. Ég teiknaði klukkuna frá grunni í Photoshop og bætti svo við fæðingarupplýsingunum hans Bjarts. Hugmyndin þykir mér svo æðisleg að ég gat ekki staðist það að búa til eitt fyrir soninn:)

Screen Shot 2015-09-14 at 21.25.14

Svona endaði kökuskreytingin, nema það að þarna átti ég eftir að leggja dúk á borðið… bæði á mitt borð og hjá dýrunum haha. Andrés minn hélt að sjálfsögðu að ég væri að missa vitið þegar ég sat við borðið að raða partýhöttum á lítil plastdýr sem stóðu á köku, en vá hvað þetta var skemmtilegt. Ég bjó til allskyns dúllerí fyrir veisluna eins og t.d. veifurnar á barnastólnum. Sýni ykkur þetta betur næst!:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

AFMÆLISUNDIRBÚNINGUR

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Steinunn

    14. September 2015

    Hæ langaði að forvitnast hvar þú fékkst B – ið?? Kv. steinunn

    • Svart á Hvítu

      14. September 2015

      Hæhæ:) ég pantaði það af breskri netverslun, rocketandrye.co.uk, og lét senda á vinkonu sem býr í UK:)

  2. Berglind

    14. September 2015

    Hæhæ:) Hvar keyptir þú dýrin og litlu kökuna sem er ofan á afmæliskökunni? :)

    • Svart á Hvítu

      15. September 2015

      Dýrin fékk ég lánuð hjá litla frænda mínum:) En þau fást í Toys’r us!

  3. Reykjavík Fashion Journal

    15. September 2015

    Plakatið er æðislegt Svana – virkilega skemmtileg hugmynd hjá þér*** Innilega til hamingju með Bjart Elías mín kæra – ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Hann er ein sú mesta krúttsprengja sem ég hef kynnst, svo skemmtilegur og ég tala nú ekki um sætur!

  4. Elísabet Gunnars

    15. September 2015

    Æðislegt!! Aftur til lukku. Fallegar gjafir fyrir fallegan dreng :)

  5. Halla

    15. September 2015

    Skemmtilegt.

  6. Húsasund

    15. September 2015

    Æðisleg afmæliskaka :)

    .diljá

  7. Antonía B

    15. September 2015

    Ertu að búa til svona plaköt?

    • Svart á Hvítu

      17. September 2015

      Hæhæ… það eru nokkrir að spurja mig út í það. Það er mögulega ekki svo vitlaus hugmynd:)
      Myndir þú hafa áhuga á svona?

  8. Karen Lind

    16. September 2015

    Til hamingju með Bjart. Ansi smekklegt allt hjá þér vinan :)