***UPPFÆRT*** Búið er að draga út vinningshafa og sú sem hafði heppnina með sér heitir Margrét Ragna Jónasardóttir.
Í samstarfi við Kokku þá ætlum við að bjóða ykkur að taka þátt í einum glæsilegasta gjafaleik sem hefur verið haldinn hér á Svart á hvítu. Kokka fagnar nefnilega 15 ára afmæli sínu um þessar mundir og þá er sko tilefni til að fagna. Ég trúi því varla sjálf hvað vinningurinn er veglegur en andvirði hans eru 96.800 krónur! Já þið lásuð rétt, og ég lofa ykkur því að þið viljið lesa þessa færslu til enda:) Í Kokku búa nefnilega mörg af mínum uppáhalds vörumerkjum og eru margar vörur þarna sem lenda líklega á óskalista allra brúðhjóna, þar má nefna Vipp tunnur og Pappelina motturnar frægu, og ein nýjasta viðbótin (sem er þó frá árinu 1922) eru Korbo vírakörfurnar sem hafa slegið í gegn. Og viti menn allar þessar vörur er hægt að vinna í þessum æðislega gjafaleik sem fer einnig fram á Instagram síðu Kokku!
Ég græt það að mega ekki taka þátt sjálf enda alveg bálskotin í þessum vörum ♡
Byrjum á að skoða vöruna sem þið öll þekkið, jú það er Vipp tunnan sjálf sem var upphaflega hönnuð árið 1939 og er orðin ómissandi að margra mati fyrir eldhúsið og baðherbergið. Vipp tunnan sem var þó upphaflega hönnuð fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu hönnuðarins hefur þó sýnt það og sannað að hún er hið mesta heimilisprýði. Í vinningnum verður þessi fína Vipp 15 tunna í hvítu (14 lítra) að verðmæti 46.400 kr.-
Næst er það Korbo karfan, en körfurnar hafa verið handunnar frá árinu 1922 í heimalandi sínu, Svíþjóð. Körfurnar þóttu ómissandi fyrir bændur og sjómenn þar sem þær þola vel álag, veður og vind. Ástæðan fyrir þessum gæðum er að þær eru handhnýttar úr einum og sama vírnum. Þær eru hvergi soðnar saman og þannig eru engin samskeyti sem geta veikst eða brotnað. Körfurnar einfaldlega geta ekki farið í sundur!
Í dag eru Korbo körfur ekki síður stofustáss en verkfæri, sökum þess hversu fallegar þær eru. Minni körfurnar henta vel undir ýmislegt smálegt og eru vinsælar til dæmis í forstofuna. Stærsta karfan er tilvalin óhreinatauskarfa eða til að geyma púða og stærri hluti. Sjá meira hér á bloggsíðu Kokku.
Í vinningnum verður glæsileg Korbo karfa (galvaníseruð 80 lítra) að verðmæti 25.900 kr.-
Og síðast en alls ekki síst er það Pappelina mottan fræga sem ég veit að þið kannist mörg við! Pappelina eru litríkar, slitsterkar og fallegar mottur sem eru framleiddar í Svíþjóð. Motturnar eru ofnar úr PVC-plasti í pólýester – en hvort tveggja er sænsk framleiðsla – í hefðbundnum vefstólum. Þessi aðferð er þekkt og rótgróin í Svíþjóð þar sem er rík vefnaðarhefð. Motturnar henta því vel þar sem er mikið álag, til dæmis í anddyrið, eldhúsið, baðherbergið eða á ganginn, enda er gott að þrífa þær og þær tapa ekki lit eða lögun. Það er þó ekkert grín hvað það er mikið úrval til af mottunum og í allskyns litum og mynstrum, mottan sem leynist í vinningnum er Rex gólfmotta frá Pappelina (stærð 70×160 cm) að verðmæti 24.500 kr.- Það ætti ekki að koma á óvart að mottan sem leynist í vinningnum er fölbleik og falleg. Það sem ég gæfi fyrir eina slíka í mitt eldhús ♡
// Gjafaleikurinn er í samstarfi við verslunina Kokku sem gefur vinninginn.Til þess að eiga möguleika á því að vinna þennan æðislega vinning sem er að verðmæti 96.800 kr.- þá þarft þú að,
1. Skilja eftir skemmtilega athugasemd með fullu nafni.
2. Deila færslunni.
3. Líka við Kokku á facebook & Instagram. -Hægt er að auka möguleika sína með því að taka einnig þátt á Instagramsíðu Kokku og fara öll nöfnin í sama pott. Munið að Instagramsíðan ykkar þarf þá að vera opin á meðan leiknum stendur.
// Einn heppinn vinningshafi verður dreginn út í afmælisvikunni sjálfri, miðvikudaginn 27.apríl.
***UPPFÆRT*** Búið er að draga út vinningshafa og sú sem hafði heppnina með sér heitir Margrét Ragna Jónasardóttir.
Skrifa Innlegg