fbpx

AFMÆLISGJAFALEIKUR KOKKU ♡

Klassík

***UPPFÆRT*** Búið er að draga út vinningshafa og sú sem hafði heppnina með sér heitir Margrét Ragna Jónasardóttir. 

Í samstarfi við Kokku þá ætlum við að bjóða ykkur að taka þátt í einum glæsilegasta gjafaleik sem hefur verið haldinn hér á Svart á hvítu. Kokka fagnar nefnilega 15 ára afmæli sínu um þessar mundir og þá er sko tilefni til að fagna. Ég trúi því varla sjálf hvað vinningurinn er veglegur en andvirði hans eru 96.800 krónur! Já þið lásuð rétt, og ég lofa ykkur því að þið viljið lesa þessa færslu til enda:) Í Kokku búa nefnilega mörg af mínum uppáhalds vörumerkjum og eru margar vörur þarna sem lenda líklega á óskalista allra brúðhjóna, þar má nefna Vipp tunnur og Pappelina motturnar frægu, og ein nýjasta viðbótin (sem er þó frá árinu 1922) eru Korbo vírakörfurnar sem hafa slegið í gegn. Og viti menn allar þessar vörur er hægt að vinna í þessum æðislega gjafaleik sem fer einnig fram á Instagram síðu Kokku!

leikur_logo 2

Ég græt það að mega ekki taka þátt sjálf enda alveg bálskotin í þessum vörum ♡

e3ccbf5e15571e4aac7c297966b476dc

Byrjum á að skoða vöruna sem þið öll þekkið, jú það er Vipp tunnan sjálf sem var upphaflega hönnuð árið 1939 og er orðin ómissandi að margra mati fyrir eldhúsið og baðherbergið. Vipp tunnan sem var þó upphaflega hönnuð fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu hönnuðarins hefur þó sýnt það og sannað að hún er hið mesta heimilisprýði. Í vinningnum verður þessi fína Vipp 15 tunna í hvítu (14 lítra) að verðmæti 46.400 kr.-

Vipp15-white01

Korbo

Næst er það Korbo karfan, en körfurnar hafa verið handunnar frá árinu 1922 í heimalandi sínu, Svíþjóð. Körfurnar þóttu ómissandi fyrir bændur og sjómenn þar sem þær þola vel álag, veður og vind. Ástæðan fyrir þessum gæðum er að þær eru handhnýttar úr einum og sama vírnum. Þær eru hvergi soðnar saman og þannig eru engin samskeyti sem geta veikst eða brotnað. Körfurnar einfaldlega geta ekki farið í sundur!

Í dag eru Korbo körfur ekki síður stofustáss en verkfæri, sökum þess hversu fallegar þær eru. Minni körfurnar henta vel undir ýmislegt smálegt og eru vinsælar til dæmis í forstofuna. Stærsta karfan er tilvalin óhreinatauskarfa eða til að geyma púða og stærri hluti. Sjá meira hér á bloggsíðu Kokku.

Í vinningnum verður glæsileg Korbo karfa (galvaníseruð 80 lítra) að verðmæti 25.900 kr.-

Classic 80 & Bucket 20, laundry bag - Bathroom 2 Classic-80-Wood-1500x1125

Og síðast en alls ekki síst er það Pappelina mottan fræga sem ég veit að þið kannist mörg við! Pappelina eru litríkar, slitsterkar og fallegar mottur sem eru framleiddar í Svíþjóð. Motturnar eru ofnar úr PVC-plasti í pólýester – en hvort tveggja er sænsk framleiðsla – í hefðbundnum vefstólum. Þessi aðferð er þekkt og rótgróin í Svíþjóð þar sem er rík vefnaðarhefð. Motturnar henta því vel þar sem er mikið álag, til dæmis í anddyrið, eldhúsið, baðherbergið eða á ganginn, enda er gott að þrífa þær og þær tapa ekki lit eða lögun. Það er þó ekkert grín hvað það er mikið úrval til af mottunum og í allskyns litum og mynstrum, mottan sem leynist í vinningnum er Rex gólfmotta frá Pappelina (stærð 70×160 cm) að verðmæti 24.500 kr.- Það ætti ekki að koma á óvart að mottan sem leynist í vinningnum er fölbleik og falleg. Það sem ég gæfi fyrir eina slíka í mitt eldhús ♡

pappelina_rex_re7724 2 pappelina

// Gjafaleikurinn er í samstarfi við verslunina Kokku sem gefur vinninginn. 
 

Til þess að eiga möguleika á því að vinna þennan æðislega vinning sem er að verðmæti 96.800 kr.- þá þarft þú að,

1. Skilja eftir skemmtilega athugasemd með fullu nafni.

2. Deila færslunni. 

3. Líka við Kokku á facebook & Instagram. -Hægt er að auka möguleika sína með því að taka einnig þátt á Instagramsíðu Kokku og fara öll nöfnin í sama pott. Munið að Instagramsíðan ykkar þarf þá að vera opin á meðan leiknum stendur.

// Einn heppinn vinningshafi verður dreginn út í afmælisvikunni sjálfri, miðvikudaginn 27.apríl.

 

***UPPFÆRT*** Búið er að draga út vinningshafa og sú sem hafði heppnina með sér heitir Margrét Ragna Jónasardóttir. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HÖNNUN DAGSINS: BANANALAMPI

Skrifa Innlegg

298 Skilaboð

 1. Ragnhildur Sigurbjartsdóttir

  23. April 2016

  Ómæ ómæ ! Þetta er ekkert smá – mig hefur nú oft langað að vinna í svona leik en sjaldan eins og núna!! Krossa putta! xx

 2. Viktoría Kr Guðbjartsdóttir

  23. April 2016

  Þessi motta kallar á nafnið mitt, vá hún er fullkomin. Liturinn, mynstrið. Vantar sárlega nýja mottu.

 3. Tinna Hallgrímsdóttir

  23. April 2016

  Ohhh ég er einmitt að fara að flytja inn í nýja íbúð og allar þessar yndisfögru vörur væru fullkomnar í nýju íbúðina! :)

 4. Svava Marín Óskarsdóttir

  23. April 2016

  Væri mikið til í svona fallega gjöf

 5. Thelma Dögg Haraldsdóttir

  23. April 2016

  Ó guð hvað allt þetta er fallegt!

 6. Òlöf Birna Björnsdóttir

  23. April 2016

  Ég er eðalkokkur og uppáhaldsbùðin min er að sjálfsögðu
  Kokka! Þessi vinningur er alveg fullkomin ☺

 7. Rúna Kristín Stefánsdóttir

  23. April 2016

  Þessar fallegu vörur myndi aldeilis skreyta íbúðina mína <3

 8. Inga Ragna Ingjaldsdóttir

  23. April 2016

  Ó mikið eru þetta fallegar vörur! Vipp tunnan er búin að vera á óskalistanum í mörg ár – það yrði líklega skemmtilegra að tæma ruslið ef tunnan væri svona flott. :) Takk fyrir frábært blogg!

 9. fríða margret friðriksdóttir

  23. April 2016

  mikið rosalega yrði heimilið mitt fallegra með þessum hlutum til að skreyta heimilið mitt … mottan færi inn í herbergið hjá prinsessunni minni karfan fengi góðan stað og þessi dásamlega fallega ruslatunna á svo heima í eldhúsinu mínu en hana hef ég oft skoðað og dreymt um …. :)

 10. Guðbjörg Sveinsdóttir

  23. April 2016

  Ég elska að koma í KOKKU, geri mér ferð á Laugaveg ef ég er í leiðu skapi og fer þá í KOKKU, það er svo margt spennandi og já mikið af sniðugum áhöldum.

 11. Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir

  23. April 2016

  Vá!!! Ég var að kaupa íbúð og þessar vörur væru fullkomnar inn

 12. Hulda Magnúsdóttir

  23. April 2016

  Það mætti halda að ég hafi sjálf valið vinningana í þennan leik. Þvílík dásem, þvílík fegurð og passar líka svona ljómandi við mitt innbú!

 13. Oddný Eva Böðvarsdóttir

  23. April 2016

  Þetta er sko vinningur þar sem eitthvað er fyrir alla, korbo karfan ekkert smá flott og eiginmaðurinn yrði svaka ánægður með vipp tunnu í eldhúsið.

 14. Berglind

  23. April 2016

  Þetta passar allveg ī nýju íbúðina hjá mér

 15. Hafdís Dögg Guðmundsdóttir

  23. April 2016

  Þessir hlutir myndu svo sannarlega prýða nýja heimilið okkar fjölskyldunnar sem við flytjum í í júní <3

 16. Rannveig Eva Karlsdóttir

  23. April 2016

  En hvað þetta er dásamlegur leikur, ég vil gjarnan fá að taka þátt, þar sem nú standa einmitt yfir breytingar hjá mér og ég veit enga skemmtilegri tilhugsun en þá að bæta nýju stássi inn! Takk fyrir þetta tækifæri!

 17. Rúnar Logi Ingólfsson

  23. April 2016

  Mig bráðvantar þetta allt

 18. Tinna Ósk Þorvaldsdóttir

  23. April 2016

  Jiminn eini hvað þetta er allt sjúklega fallegt og væri örugglega enn fallegra á nýja fína heimilinu mínu :)

 19. Hertha Rós Sigursveinsdóttir

  23. April 2016

  Allt svo fallegt

 20. Magnea Ólafs

  23. April 2016

  Draumavinningur

 21. Jóna Kristjánsdóttir

  23. April 2016

  Þetta er hin fullkomna þrenna. Hvert öðru fegra, færi svo vel heima hjá mér.

 22. Alma Rún Vignisdóttir

  23. April 2016

  Vááá svo fínt! Flyt inn í mína fyrstu íbúð núna í júni og mikið væri nú ótrúlega gaman að geta gert hana huggulega með þessum fallegu vörum <3 Annars takk Svana fyrir alltaf svo skemmtilegt blogg :)

 23. Hlín Ólafsdóttir

  23. April 2016

  Eins og sniðið að mínum stíl! Vippinn og Korbo karfan inn á svart hvíta baðið mitt og mottan alveg í stíl við fölbleika vegginn sem ég var að mála inn í eldhúsi :) Kokka kann augljóslega að velja dásemdir í búðina sína.

 24. Auður Margrét Guðmundsdóttir

  23. April 2016

  Jeminn eini hvað mig vantar vantar þessa mottu, hún er ÆÐI
  Þetta myndi svo sannarlega gleðja mig í prófatörninni ;)

 25. Birta Sæmundsdóttir

  23. April 2016

  Þetta er svo fullkominn leikur handa mér þar sem þetta er akkúrat allt sem mig vantar þessa stundina ;)

 26. Elín María Matthíasdóttir

  23. April 2016

  Já, takk! Ég væri sko sannarlega til í að vinna þennan glæsilega vinning til að gefa mömmu og pabba í brúðkaupsgjöf <3

 27. Anna Lilja Hallgrímsdóttir

  23. April 2016

  Já takk – algjör draumavinningur

 28. Linda Björk Rögnvaldsdóttir

  23. April 2016

  Jii það er alltaf gaman af fallegum og vönduðum vörum, pappelina mottan buin að vera á óskalistanum í smá tíma hjá mér, væri gaman að geta krossað hana af þeim list :)

 29. Hildur Brynjólfsdóttir

  23. April 2016

  Væri æði

 30. Aðalheiður Óskarsd

  23. April 2016

  Það væri ekki leiðinlegt að leyfa þessum fallegu vörum að njóta sín í nýju íbúðinni!

 31. Guðný Gunnl

  23. April 2016

  Vá þetta er allt svo flott. Ef ég yrði sú hepna og fengi pakkann,þá er nokkuð víst að honum yrði deilt niður. Léti börnin mín sem eru öll flutt að heiman fá af þessu til að punta hjá sér :)

 32. Kristìn Hall Jònasdòttir

  23. April 2016

  Maður vinnur ekki nema að taka þàtt….

 33. hlín magnúsdóttir

  23. April 2016

  Vá! Dásamlegar vörur í vinning sem myndu smellpassa heima hjá mér

 34. Hjördís Sif Viðarsdóttir

  23. April 2016

  Vá þetta væri sko algjör draumur. Við hjónin erum að kaupa okkar fyrstu íbúð og allir þessir hlutir myndu taka sig svo vel út í nýju fínu íbúðinni okkar! :)

 35. Erla María Árnadóttir

  23. April 2016

  Já takk, glæsilegur vinningur – yrði himinlifandi :)

 36. Aníta Rut Axelsdóttir

  23. April 2016

  Mikið rosalega eru þetta fallegar gjafir! Hefði sko ekkert á móti að fá svona í nýju fínu íbúðina sem ég ætla mér að eignast í haust :D

 37. Anonymous

  23. April 2016

  Stundum vantar manni alveg punktinn yfir i-ið, þetta er akkúrat svoleiðis fínerí! Þessir fallegu hlutir eiga heima hjá mér, ég er að segj´ykkur það! Til lukku með afmælið ykkar fína fína Kokka <3

 38. Helga Ingimundardottir

  23. April 2016

  Hjartanlega til hamingju með afmælið Kokka! Ég myndi svo sannarlega vilja vinna svona veglega gjöf, hún myndi svo sannarlega vera mikið prýði á mínu nýja heimili ☺️

 39. Hanna Lea Magnúsdóttir

  23. April 2016

  Vá væri algjör draumur að eignast svona fallegar og skemmtilegar vörur inná framtíðarheimilið :)

 40. Helga Birgisdóttir

  23. April 2016

  Ég yrði hoppandi sæl ef einhver þessara hluta myndi flytja með mér inn á nýtt heimili næstu mánaðarmót! =)=)

 41. Gunnur Ásgeirsdóttir

  23. April 2016

  Það sem þetta myndi fegra heimilið mitt og gleðja augað

 42. Vera Sif Rúnarsdóttir

  23. April 2016

  Vá þetta er æði, mottan er sjúk! :D

 43. Unnur stefansdottir

  23. April 2016

  Það yrði algjör draumur að vinna þetta❤️

 44. Karen Ösp Birgisdóttir

  23. April 2016

  Það væri draumur í dós að vinna þessar fallegu vörur og kæmi sér vel þar sem fyrstu íbúðarkaupin voru að ganga í garð :)

 45. Hrafnhildur

  23. April 2016

  Geggjaðar vörur og myndi fegra heimilið mitt. Hef aldrey unnið neitt en vá hvað það yrði æði að vinna

 46. Brynja Marín Sverrisdóttir

  23. April 2016

  Þvílík gargandi snilld, þessir vinningar. Ég væri sko alveg til í þetta heima hjá mér ❤️ Rosalega fallegar vörur eins og allt annað úr Kokku og svo vorlegar líka :)

 47. Brynja Marín Sverrisdóttir

  23. April 2016

  Þvílík gargandi snilld sem þessir vinningar eru, ég væri sko meira en til í þetta heima hjá mér í viðbót við voryfirhalninguna ❤️ Rosalega fallegar vörur eins og allt annað í Kokku og svo bjartar og sumarlegar :)

 48. Sigríður Ásta Guðmundsdóttir

  23. April 2016

  Vá hvað ég myndi elska að vinna þetta allt!
  Drauma hlutir sem myndu sóma sér svo ótrúlega vel í nýju íbúðinni minni :)

 49. Snjólaug Haraldsdóttir

  23. April 2016

  Væri nú aldeilis gaman að geta skreytt nýju íbúðina með þessum fallegu hlutum :)

 50. Eyrún Ösp Ottósdóttir

  23. April 2016

  Ég er eiginlega orðlaus! Allt eru þetta vörur sem ég er sjúk í og myndu prýða íbúðina mína vel :)

 51. Svava Björk

  23. April 2016

  Bragginn myndi poppast skemmtilega upp við þennan glaðning:)

 52. Bryndís María

  23. April 2016

  Án efa uppáhalds búðin mín á Laugarveginum, til hamingju með 15 árin <3 væri svo til að vinna þessa glæsilegu vinninga fyrir fyrstu íbúðina mína :D

 53. Ingibjörg Petra Bryde

  23. April 2016

  Vá hvað þetta myndi gera mikið fyrir eldhúsið sem er í óendanlegri uppfærslu :) fallegt !!

 54. Barbara Helgadóttir

  23. April 2016

  Hversu fullkomin þrìtugs afmælisgjöf handa mèr, à afmæli 30 aprìl

 55. Hildigunnur Einars

  23. April 2016

  VÀ!! – allt svo gordjöss vörur, langar í þetta allt

 56. Sigrún Svava Valdimarsdóttir

  23. April 2016

  Jiminn. Hvílík dásemd. Það sem mig hefur lengi langað í eina svona Pappelina mottu heim til mín.

 57. Sandra Smáradóttir

  23. April 2016

  !!!!! þetta eru allt vörur sem hafa lengi verið á óskalistanum eins og margt annað úr Kokku. væri draumur að fá þetta að gjöf og kominn tími á að ég vinni í facebook leik!

 58. Berglind Hrönn Einarsdóttir

  23. April 2016

  Vá! Ótrúlega fallegir vinningar! Myndi mjög glöð vilja eignast þá

 59. Dagný Ýr Friðriksdóttir

  23. April 2016

  Já takk þessir hlutir væru svoooo til þess að setja punktinn yfir i-ið í nýju litlu sætu íbúðinni minni

 60. Tanja D. Björnsdóttir

  23. April 2016

  Vá!

 61. Una María Unnarsdóttir

  23. April 2016

  Þetta væri algjör draumur! Allt vörur á óskalistanum <3

 62. Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir

  23. April 2016

  Dásamlegar vörur og á draumalistanum hjá ný fluttu fjölskyldunni :) væri dásamlegt að detta í lukkupottinn, krossa fingur og tær

 63. Elín ósk gunnarsdóttir

  23. April 2016

  Vá hvað þetta er geggjað!!
  Kæmi sér svo vel í krúttlegu íbúðinni minni

 64. Hlín Ólafsdóttir

  23. April 2016

  Já takk,ofsalega fallegar vörur og akkúrat sem mig vantar :)

 65. Sigrún Svava Valdimarsdóttir

  23. April 2016

  Jiminn. Hvílík dásemd sem þessir vinningar eru. Kokka er alveg með þetta. Hef lengi langað í Pappelina og karfan og tunnan myndu setja punktinn yfir i-ið heima hjá mér!

 66. Guðrún Magnúsdóttir

  23. April 2016

  Er að undirbúa heimilið fyrir komu 3 karlmannsins á heimilið og þessir fallegu hlutir myndu hjálpa við að halda aðeins í kvenleikann. Hreiðurgerð í hámarki þigg alla aðstoð takk Kokka og Trendnet :)

 67. Brynja Óskarsdóttir

  23. April 2016

  Við vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð í vikunni og væri þessi hlutir allgjör draumur í íbúðina ( sérstaklega ruslatunnan frá Vipp, sem er búin að vera á óskalistanum lengi) :)

 68. Tinna Björk Gunnarsdóttir

  23. April 2016

  Væri til í þetta allt! Mjög töff og smekklegt.

 69. Kristín Sjöfn

  23. April 2016

  Vá hvað ég yrði hamingjusöm að vinna þennan leik! Enda völdum við hjónin ekki Kokku að ástæðulausu þegar við gerðum gjafalista fyrir brúðkaupið

 70. Árdis Bjarnþórsdóttir

  23. April 2016

  Aldeilis flottur vinningur. Þetta myndi heldur betur sóma sér vel á mínu heimili

 71. Ragna Pálsdóttir

  23. April 2016

  Mikið yrði ég glöð

 72. Sirrý Erlingsd.

  23. April 2016

  Já takk

 73. Sædís Jana Jónsdóttir

  23. April 2016

  Kokka er ein af mínum uppáhalds verslunum, kíki alltaf við hjá þeim á Laugaveginum þegar ég á leið hjá :) Við vorum akkurat að kaupa okkar fyrstu íbúð og þessir hlutir myndu allir sóma sér mjög vel þar! Sérstaklega Korbo karfan – er búin að óska mér hana lengi :)

 74. Helga Ægisdóttir

  23. April 2016

  Já takk,þetta er draumur í dós.

 75. Anna Hulda Ingadóttir

  23. April 2016

  Skemmtilega já takk ;)

 76. Kristín

  23. April 2016

  Já takk

 77. Jónína Guðrún Reynisdóttir

  23. April 2016

  Ó vá ekkert smá fallegt

 78. Erla Þóra Bergmann

  23. April 2016

  Vá væri svo mikip til i þetta!

 79. Guðrún Halla Þorvarðardóttir

  23. April 2016

  Vá þessi vinningur myndi klárlega njóta sín á mínu heimili

  • guðrún halla þorvarðardóttir

   23. April 2016

   Vá þessi vinningur myndi klárlega njóta sín á mínu heimili :) Fingers crossed :D

 80. Jóna Brynja Birkisdóttir

  23. April 2016

  VÁ! Þetta þarf ég í íbúðina mína sem við fluttum í fyrir tveimur árum!
  Hef ekki ennþá náð að gera hana eins og ég vil hafa hana, en þetta setur punktinn klárlega yfir i-ið! ❤️

 81. Selma W

  23. April 2016

  Vá hvað þetta er allt flott! Væri yndislegt að vinna. :)

 82. Guðrún Halla Þorvarðardottir

  23. April 2016

  Vá þessi vinningur myndi klárlega njóta sín á mínu heimili

 83. Þorgerður Magnúsdóttir

  23. April 2016

  Vá! Hvað þetta er allt flott. Það vantar ekki upp á glæsileikann og flottheitin. Verð að vera með og krossa fingur að ég verði nú heppin :)

 84. María Björg Kristjánsdóttir

  23. April 2016

  Ef ég myndi vinna Vipp
  Hjartað mitt litla tæki kipp
  Þá fylgdi með falleg motta úr plasti
  Og það sem meira er karfa -ei úr basti
  Handhnýtt, ofið, soðið saman?

  Æ hvað það væri nú gaman ;)

 85. Hulda Kristín

  23. April 2016

  Ohh þetta er einmitt það sem mig vantar í nýja húsið mitt :)

 86. Ester María Ólafsdóttir

  23. April 2016

  Ég væri svo mikið til í þetta allt saman !!! Elska þennan bleika lit á mottunni <3

 87. Hanna Dís

  23. April 2016

  Kæmi sér vel á stóru heimili ;)

 88. Íris Jack

  23. April 2016

  Je dúddía mía hvað þetta eru gordjöss vinningar!!

 89. Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir

  23. April 2016

  Þvílíkur draumavinningur!! Krossa fingur, tær, hendur og fætur – langar ótrulega að vinna í þetta sinn ❤❤❤

 90. Erla

  23. April 2016

  Neih, þennan leik VERÐ ég bara að vinna! Er einlægur aðdáandi Pappelina (á eina litla sem er hin mesta snilld), Vipp er á óskalista fyrir must-have í væntanlegu nýju húsi og körfuna væri aldeilis hægt að nýta

  • Erla Tinna Stefánsdóttir

   25. April 2016

   Fullt nafn ;-)

 91. Kristín Bára Jónsdóttir

  23. April 2016

  Ó já takk! Væri alger draumur að eignast þessa fallegu hluti!

  • Vigdís Á. Stefánsdóttir

   24. April 2016

   Já takk. Snilldar og fallegar vörur sem sóma sér hvar sem er

 92. Sandra Karen Bjarnadóttir

  23. April 2016

  Sjúkleg motta! Er in love af litnum. . á einmitt eina svarta frá Pappelina sem ég er mjög glöð með ;) Karfan yrði æði undir bleika sófateppið mitt. .

 93. Helena Rut

  23. April 2016

  Þessar vörur eru dásemd! Myndu sóma sér vel í nýju litlu krúttlegu íbúðinni minni :) takk fyrir frábært blogg xx

 94. Díana Karen Rúnarsdóttir

  23. April 2016

  Er með hjörtu í augunum yfir mottunni, guð hvað hún myndi prýða herbergi dóttur minnar vel <3 það yrði heldur ekki vandamál að finna samastað fyrir körfuna og tunnuna oonei :)

 95. Nanna Rut Pálsdóttir

  24. April 2016

  Ó hvað svona fallegur vörur myndu gleðja mig

 96. Sigurrós Jónasdóttir

  24. April 2016

  Vona að heppnin verði með mér

 97. Sigrún Alda Ragnarsdóttir

  24. April 2016

  Okei þessi gjafaleikur er eins og sniðinn fyrir mig, er búin að vera að leita mér af fallegri ruslatunnu lengi.
  Svo vantar mig einmitt mottu og körfu á heimilið líka, þannig þetta myndi virkilega gleðja mig mikið.

 98. María Rut Dýrfjörð

  24. April 2016

  Eitthvað fyrir öll uppháldsrýmin mín; Vipp tunnan á vinnustofuna, Korbo karfa í stofuna undir teppi/púða og Pappelina í herbergi dætrana :)

 99. Thelma Guðlaug Arnarsdóttir

  24. April 2016

  Ó Pappelina mottan er algjört augnakonfekt

 100. Gabríela Markúsdóttir

  24. April 2016

  Vá hvað ég væri til í að eignast þessa fallegu hluti! Hef einmitt mikinn áhuga á innanhúss-arkítektúr og að hafa fallegt í kringum mig. Er svo að fara að flytja í mína eigin íbúð innan skamms og þessir hlutir myndu algjörlega setja nýjan svip á hana!

 101. Nanna Birta

  24. April 2016

  Vá! Ég myndi sko ekki slá hendinni á móti þessum flotta vinning

 102. Halla Björt

  24. April 2016

  Ég þarf þetta í líf mitt, það er ekki flóknara en það ♡

 103. Sigrún Erla Sveinsdóttir

  24. April 2016

  Þetta er einmitt mottan sem mig vantar og langar í! Já takk ☺

 104. Alma Pálmadóttir

  24. April 2016

  Vá, jájájájá takk!!
  Innilega til hamingju með 15 ára afmælið Kokka!

 105. Þrúður Gísladóttir

  24. April 2016

  Það er ekket of seint að fá sumargjöf er það nokkuð?

 106. Birna Guðrún Einarsdóttir

  24. April 2016

  Væri svo frábært að vinna! Og mottan í mínum uppáhalds lit

 107. Birna Guðrún Einarsdóttir

  24. April 2016

  Væri svo frábært að vinna! Mottan í mínum uppáhalds lit ❤️

 108. Guðrún Ýr

  24. April 2016

  Þetta eru ótrúlega fallegir munir væri sko sannarlega til í þá til að fegra heimilið ❤️

 109. Kristín Dögg Kristinsdóttir

  24. April 2016

  Ómæ hvað ég væri til

 110. Andrea Björk Sigurvinsdóttir

  24. April 2016

  Ójá draumur! Það hlýtur að vera komið að mér að vinna núna

 111. Hafdís Bjarna

  24. April 2016

  Frábær vinningur! Bleiki eldhúsveggurinn myndi tryllast úr gleði yfir mottunni sko

 112. Eva Dögg Sigtryggsdóttir

  24. April 2016

  Vá það kæmi sér mjög vel að eignast svona fallega hluti fyrir nýja húsið mitt sem ég fæ afhent á næstu dögum :)

 113. Vigdís Pála Halldórsdóttir

  24. April 2016

  VÁ! Þetta er geggjaður vinningur sem væri draumur að eignast! :)

 114. Sólveig Geirsdóttir

  24. April 2016

  Ji þessi vinningur er algjör draumur ❤️ fullt af plássi fyrir þessar dásemdir heima hjá mér

 115. Guðrùn Hulda Pétursdóttir

  24. April 2016

  Òhmææ þessar vörur eru geggjaðar, ég er að reyna koma skikki á ìbùðina mìna og þetta væri svo kærkomið og gaman að eignast smá nýtt með gamla gòða innbùinu.
  Já takk kærlega!

 116. Að vippa ruslinu Í í fínu VIPP ruslafötuna er allt annað líf,
  með Pappelina mottuna undir
  og Korbo karfan kúrir á baðinu og bíður eftir að kastað verði í hana klæðum.

 117. Anna Þ. Guðbjörnsdóttir

  24. April 2016

  Til hamingju með afmælið Kokka! Já takk ég væri sko alveg til í svona flotta gjöf! :)

 118. Herdís Ólöf Kjartansdóttir

  24. April 2016

  Ja tack svensk kvalität i mitt kök

 119. Snæfríður Pétursdóttir

  24. April 2016

  Vává, ekkert smá fallegar vörur! Mikið væri gaman að eignast svona fallegar og vandaðar vörur :-)

 120. Rannveig Hrönn Brink

  24. April 2016

  Þvílík dásemd er þessi bleika Poppulina
  myndi klárlega fegra stofu mína

  Er ég fyrst leit augum á Vipp
  hjartað í mér tók auka kipp

  Korbo karfan er enginn eftirbátur
  heldur öllu í orden og þá er maður KÁTUR :)

 121. Guðrún Valdimarsdóttir

  24. April 2016

  Fullkomin blanda! Mig langar einmitt í þessa tunnu til að geta nýtt ruslaskápinn frekar til að flokka frá endurvinnanlegt rusl og mottuna því eldhúsgólfið hjá mér er svo hart og kalt og það yrði notalegra að standa á svona fallegri mottu þegar ég elda. Körfuna myndi ég svo nota í stofunni til að geyma í alla púðana og teppin þegar þau eru ekki í notkun. :)

 122. María Rut Ágústsdóttir

  24. April 2016

  Það væri algjör draumur að vinna þetta! Er að flytja núna í sumar og það væri dásamlegt að eignast svona fína hluti.

 123. Tina Paic

  24. April 2016

  Ég væri mikið til í þennan vinning:)

 124. Halla Dröfn

  24. April 2016

  Ómæ þetta er draumaleikurinn minn

 125. Þórey Sif Þórisdóttir

  24. April 2016

  Vá hvað yrði gaman að eignast þennan flotta vinning, kæmi sér vel í íbúðina mína :)

 126. Heiða María Elfarsdóttir

  24. April 2016

  Mikið væri skemmtilegt að fá svona fallegan og veglegan vinning :D það væri heldur betur skemmtilegt að koma þessu fyrir í nýju húsi :D
  Til hamingju með afmælið Kokka :)

 127. Snædís Baldursdóttir

  24. April 2016

  Mikið kæmu þessir fallegu hlutir sér vel á nýja heimilinu mínu <3

 128. Þóra Sif Svansdóttir

  24. April 2016

  Ó mæ… enn fallegt!!! Já takk kærlega!!! :D <3

 129. Berglind Jack Guðmundssóttir

  24. April 2016

  JÁ TAKK….. þetta væri yndislegt að fá, myndi fara vel inni á mínu heimili

 130. Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir

  24. April 2016

  Þetta kalla ég alvöru gjafa leik

 131. Sandra Björk Jóhannsdóttir

  24. April 2016

  Já takk!!! :D

 132. Hjördís Péturs

  24. April 2016

  Ég elska þessa mottu, hún er svo dásamlelg. Til lukku með afmælið

 133. Jóhanna Rósmundsdóttir

  24. April 2016

  VÁ þessi vinningur er glæsilegur :) yrði svo ánægð að vinna hann :)

 134. Inga Lára Hjaltadóttir

  24. April 2016

  Ótrúlega fallegir hlutir sem hafa lengi verið á óskalistanum. Mottan og ruslatunnan yrðu fullkomin í nýja eldhúsið mitt … þegar það verður tilbúið :)

 135. Sigrún Erlendsdóttir

  24. April 2016

  Ó þvílík fegurð sem þetta er. Mikið væri nú gaman að fá þennan fína vinning.

 136. María Kristjánsdóttir

  24. April 2016

  Langar mikið í þessa flottu hluti á heimilið – sérstaklega mottuna sem yrði fullkomin inn í eldhús á hörðu flísarnar :)

 137. Anna Björnsdóttit

  24. April 2016

  Já takk! Ótrúlega veglegar og flottar gjafir!

 138. Viktoría Hilmarsdóttir

  24. April 2016

  Ómæ hvað þetta væri fallegt á nýja heimilinu okkar. Þetta eru allt vörur sem á eftir að kaupa inn á heimilið og kæmi sér einstaklega vel

 139. Guðríður Guðnadóttir

  24. April 2016

  Jiii hvað þetta er allt saman fallegt og það yrði algjör draumur í dós að vinna þessar dásemdir :)

 140. Lilja Björk Ásgrímsdóttir

  24. April 2016

  Vává en fallegt :) Mikið sem þessir dásamlegu hlutir myndu sóma sér vel í fyrstu íbúðinni okkar hjóna sem við fáum afhenda í sumar <3

 141. Aldís Rut Gísladóttir

  24. April 2016

  Það væri draumur að eignast þessa hluti, bæði fallegir og svo ótrúlega hagkvæmir líka.

 142. Harpa Ægisdóttir

  24. April 2016

  Þessar fallegu vörur kæmu sér vel í nýju íbúðinni minni :-D Já takk!!!

 143. Ragnhildur Skúladóttir

  24. April 2016

  Til hamingju með árin 15. Ég kem reglulega i Kokku ekki alltaf til að versla heldur til að gleðja augað og skoða fallegu vörurnar ykkar og láta mig dreyma. Lauma svo einu og einu svona annarslagið með. Til dæmis hefur mig lengi dreymt um þessA flottu ruslafötu i eldhúsið mitt og mottan.. Er dásemd…..er hrikalega ánægð með svona endingargoðar vörur sem þola álag heimilisins

 144. Íris Auður Jónsdóttir

  24. April 2016

  Já nei hingað og ekki lengra! Þessir vinningar eru gorgeous! Myndu sóma sér fullkomlega á mitt heimili

 145. Hulda Harðardóttir

  24. April 2016

  Væri æðislegt að fá þennan flotta vinning!

 146. Björg Hákonardóttir

  24. April 2016

  Vá, væri ekki leiðinlegt að eignast þetta :)

 147. Díana Ósk Pétursdóttir

  24. April 2016

  Já takk kærlega, þessir fallegu hlutir væru æði heima hjá mér

 148. Silja Kristjáns

  24. April 2016

  Í sumar ætla ég að fara í miklar endurbætur á heimilinu og þá er gaman að láta sig dreyma um svona fallega hluti til að hjálpa til við að gera heimilið enn fallegra

 149. Unnur Ósk Eimarsdóttir

  24. April 2016

  Æðislegar vörur! Þetta er allt á óskalistanum og myndi fullkomna heimilið ;)

 150. Eydís Ögn

  24. April 2016

  Ó, minn eini! Hin mesta fegurð saman á einum stað!

 151. Hjortur

  24. April 2016

  Ooooo mig langar svoooo í þessa hluti!!
  ❤️

 152. Tinna Ósk Þórsdóttir

  24. April 2016

  Óvá en æðislegur leikur ! Mig langar alveg sérstaklega í pappelina mottuna

 153. Rósa Sigurðardóttir

  24. April 2016

  Váá það væri algjör draumur að eignast þessa fallegu hluti!

 154. AnnaGuðnýAndersen

  24. April 2016

  Jáhá! Mikið bæri frábært að vinna í þessum leik! Ekki bara vegna þess hversu ótrúlega fallegar vörur þetta eru heldur myndu þær allar njóta sín mjög vel á í n6ja húsinu okkar :) svo skemmir ekki fyrir að vera búin að fá bruðkaupsgjafir áður en brúðkaupið verður haldið í sumar :)

 155. Íris Ólafsdóttir

  24. April 2016

  Já takk ! Væri æði að hreppa þennan vinning

 156. Bryndís María Björnsdóttir

  24. April 2016

  Til hamingju með árin 15

 157. Anna Þóra Þrastardóttir

  24. April 2016

  Já takk! Væri dásamlegt á nýja heimilið :)

 158. María Sunna Einarsdóttir

  24. April 2016

  Ekkert smá fallegar vörur, er lengi búin að langa i pappelina mottu eru svo fallegar. Vipp fatan og vírkarfan eru æði:-)

 159. Árdís Birgisdóttir

  24. April 2016

  Frábærar vörur.. Algjör draumur!

 160. Björk Einisdóttir

  24. April 2016

  Til hamingju með afmælið og einstaklega fallega verslun.

 161. Steinunn Edda Steingrímsdóttir

  24. April 2016

  Fyrir utan það hvað það væri gaman að vinna einu sinni í svona leik þá erum við hjónaleysin að byrja lífið á Íslandi eftir mánuð með litla 7 mánaða strákinn okkar og það væri svo ótrúlega gaman að stofna heimili með nokkrum svona fallegum hlutum til að gleðja augað! <3

 162. Stella Björk Fjeldsted

  24. April 2016

  Mikið er þetta fallegt. Tæki vel á móti þessum vinning. ♡

 163. Dagbjört Nína Þjóðólfsdóttir

  24. April 2016

  Væri algjört æði að vinna þessar flottu vörur :)

 164. Fjóla Ósk Heiðarsdóttir

  24. April 2016

  Já takk hvað ég væri til í þetta allt!

 165. Hrefna R Jóhannesdóttir

  24. April 2016

  Vá, hvað ég yrði glöð! Mig hefur lengi langað í þessa mottu og það væri algjör draumur að eignast þessa hluti!

 166. Benedikta Brynja Alexandersdóttir

  24. April 2016

  Það væri algjör draumur :)

 167. Helga Þuríður Magnúsdóttir

  24. April 2016

  Já, takk! Einmitt það sem mig vantar til heimilisins, fegurð og gæði :)

 168. Aðalbjörg Björnsdóttir

  24. April 2016

  þetta eru allt æðislegar vörur. Kokka er ein af þessum verslunum sem hægt er að eyða löngum tíma í að skoða og láta sig dreyma

 169. Bryndís Ýr Jørgensen

  24. April 2016

  Minn tími er kominn! Í að vinna í netleik (hehe) .. Loksins þegar ég er komin í mína fyrstu íbúð væri allavega ekkert sem myndi lífga hana upp eins og hlutir frá Kokka!

 170. Hildur Gunnarsdóttir

  24. April 2016

  Fallegar vörur, væri sko til í þær inn á mitt heimili :)

 171. Anna Geirlaug Árnadóttir

  24. April 2016

  Oh mæ! Þessa hluti hreinlega vantar inn á mitt heimili.

 172. Kristín Grímsdóttir

  24. April 2016

  Þetta væri aldeilis yndisleg brúðkaupsgjöf að fá frá uppáhaldsbúðinni minni.

 173. Bryndís

  24. April 2016

  Vá vá ! Langar í þetta allt…myndi prýða heimilið mitt svo vel.

 174. Telma Karen Finnsdóttir

  24. April 2016

  Ómæ hvað þetta væri frábær gjöf! Þessi motta er algjör draumur.

 175. Gabríella Sif Beck Atladóttir

  24. April 2016

  Ómæ, þetta væri svo fullkomið í litlu íbúðina mína <3

 176. Kolbrún Emma

  24. April 2016

  Erum að gera upp íbúðina okkar og það væri draumur að fá þetta :)

 177. Guðfinna A Guðmundsdóttir

  24. April 2016

  Þetta er nákvæmlega það sem mig hefur vantað. Mig langar að vera duglegri að flokka rusl og Vipp tunnan væri fullkomin fyrir plastið og vírkarfan fyrir flöskurnar og glerið. Mottan myndi svo vera dásamleg í forstofunni :-)

 178. Margrét Lilja Sigurgeirsdóttir

  24. April 2016

  Dásamlega fallegt allt saman :-)

 179. Anna Hallgrímsdóttir

  24. April 2016

  Til hamingju með afmælið Kokka!
  Ég væri sko alveg til í að fá þessa gjöf sem er verið að gefa í tilefni afmælisins. Þetta eru fallegar og eigulegar vörur – en það kemur ekki á óvart. Það sem ég hef keypt í kokku hingað til eru vandaðar vörur sem verða bara fallegri með tímanum.

 180. Ragnhildur Melot

  24. April 2016

  Vávává en yndislegt! Þetta væri algjör draumur á nýja heimilið! :)

 181. Ragnheiður Friðriksdóttir

  24. April 2016

  En veglegt og fallegt! Er mikill aðdáandi Kokku og Svart á hvítu :) vinningurinn inniheldur allt sem hugurinn girnist svo þetta væri mjög kærkomið!

 182. Sandra Ósk Egilsdóttir

  24. April 2016

  Æðislegar vörur!

 183. Þetta myndi smellpassa í ruslaflokkunina mína. Vipp tunnan væri fullkomin fyrir plastið og vírkarfan fyrir flöskur og gler. Mottan myndi svo gera allt fyrir forstofuna :-)

 184. Rannveig Guðmundsdóttir

  24. April 2016

  Váááá! Ekkert lítið til í þetta!! :D

 185. Viktoria

  24. April 2016

  Ótrúlega skemmtilegir og fallegir hlutir sem væri frábært að eignast í íbúðina sem við erum ennþá að gera að okkar

 186. Viktoría Hróbjartsdóttir

  24. April 2016

  Ótrúlega skemmtilegir og fallegir hlutir sem væri frábært að eignast í íbúðina sem við erum ennþá að gera að okkar í sumar

 187. Kristín Snorradóttir Waagfjörð

  24. April 2016

  Vá þetta eru svo yndislegir Hlutir og flott hönnun búin að langa í Vipp línuna í 30 ár væri velkomið á mitt heimili þið eruð yndisleg og til hamingju með afmælið ykkar Kokka og KNúss og njóttið Lífsins . Ein í Sveitinni .

 188. Ingibjörg Erna Arnardóttir

  24. April 2016

  Ótrúlega fallegir hlutir sem færu svo vel heima hjá mér þá sérstaklega VIP. Nánast óhjákvæmilegt að fara niður Laugarveginn nema að kíkja við í kokku, skemmtilega falleg verslun.

 189. Berglind Glóð Garðarsdóttir

  24. April 2016

  Fallegir hlutir sem gaman væri að eignast :)

 190. Ingibjörg Erna Arnardóttir

  24. April 2016

  Vááá ótrúlega fallegir hlutir sem færu vel á heimili mínu. Nánast ómissandi að labba Laugarveginn án þess að koma við í Kokku, skemmtileg og falleg verslun

 191. Jenný Harðardóttir

  24. April 2016

  Þessar vörur myndu sóma sér mjög vel í nýju íbúðinni <3

 192. Tinna

  24. April 2016

  Vá,vá mikið langar mig í þetta

 193. Dagrún Jónasdóttir

  24. April 2016

  Vávává! Heimilið mitt þarf svo á þessum hlutum að halda. Ég krossa fingur. Kv. Dagrún

 194. Friðrika Ýr Einarsdóttir

  24. April 2016

  Vá þetta væri svo fullkomið á heimilið okkar! Þá sérstaklega bleika mottan á ganginn því ég elska bleikt og vantar ákkurat eina svona

 195. Þórdís Inga Þórarinsdóttir

  24. April 2016

  Þetta væri dásamleg viðbót á heimilið :)

 196. Hanna Lind Garðarsdóttir

  24. April 2016

  Allt svo fallegt! Þessar mottur eru svo æðislegar og allir þessir hlutir væru draumagjafir. Kokka er svo æðisleg búð ❤️ – Læt mig dreyma um þessa vinninga☺️

 197. Helga Marie Þórsdóttir

  24. April 2016

  Jedúddamía hvað mig langar í svona fallegt í nýju íbúðina mína enda enn mjög tómleg. Þvílíkt flott allt þrennt :-)

 198. Freydís Selma Guðmundsdóttir

  24. April 2016

  VÁV! Þetta eru án djóks allt hlutir sem eru búnir að vera á innkaupalistanum lengi :)
  Til hamingju með afmælið Kokka.

 199. Karolína Kristín Gunnlaugsdóttir

  24. April 2016

  oft var þörf en nú er nauðsyn <3
  I need this

 200. Jónína G. Kristbergsdóttir

  24. April 2016

  Vá hvað eldhúsið mitt yrði fínt með þessum vörum

 201. Vaka

  24. April 2016

  Ekki amalegt að fá svona flottar vörur til að fegra heimilið

 202. Agnes Finnsdóttir

  24. April 2016

  Þetta eru akkúrat hlutirnir sem mig hefur alltaf langað í. Væri ekkert smá glöð ef ég fengi vinninginn.

 203. Harpa Mjöll Grétarsdóttir

  24. April 2016

  Já takk, þetta er eitthvað fyrir mig! :)

 204. Eyrún Valþórsdóttir

  24. April 2016

  Já takk :)

 205. Anna

  24. April 2016

  Til hamingju með afmælið :)

 206. Auður Ösp Magnúsdóttir

  24. April 2016

  Núna væri gaman að
  fá ykkur með í húsið mitt.
  Skreyta bæta og kæta
  og fylla það að fínu.
  Tómlegt er það nú
  nema ég fái ykkur í hús ❤

 207. Laufey Jóna Sveinsdóttir

  24. April 2016

  Vá þetta eru allt svo flottar vörur mottan og karfan myndu fara svo vel á baðherberginu mínu og tunnan í eldhúsinu.

 208. María Hrönn Björgvinsdóttir

  24. April 2016

  Mikið væri gaman að geta bætt þessum fallegu hlutum inn á heimilið

 209. Sæunn Pétursdóttir

  24. April 2016

  Vá – þetta er hvert öðru fegurra og allt eitthvað sem myndi nýtast, ruslafatan mín er svo óspennandi að ég myndi ekki sjá eftir henni í ruslið ef þessi kæmi í staðinn :)

 210. Margrét Ragna Jónasardóttir

  24. April 2016

  Til hamingju með 15 árin KOKKA! Uppáhalds verslunin mín. Get eytt löngum tíma þar inn og daggóðum pening ;-)
  Þetta eru svo fallegar vörur sem eru í boði í þessum leik að ég verða að láta á reyna og taka þátt :-)

 211. Íris Gunnarsdóttir

  24. April 2016

  Vá þetta eru allt svo fallegar vörur & myndu svo sannarlega njóta sín í íbúðinni minni :))
  Læt mig dreyma xx

 212. Anna Birna Helgadóttir

  24. April 2016

  Þetta er allt svo fallegt og það væri draumur í dós að vinna

 213. Ingibjörg Hreiðarsdóttir

  24. April 2016

  Þetta eru glæsilegir vinningar og versluninni til mikils sóma! Allt svo fallegir hlutir og eigulegir og kæmu í góðar þarfir heima hjá mér :)

 214. Steinunn Einars

  24. April 2016

  Vá mikið væri ég til í svona fallega gjöf, myndi toppa vorið að byrja að létta og gera kósý inni hjá mèr

 215. Hildur Gísladóttir

  24. April 2016

  Vá! Væri sko gaman að vinna þetta :)

 216. Dagný Erla Ómarsdóttir

  24. April 2016

  Vona að lukkudísirnar verði með mér í þetta skiptið, fölbleika mottan myndi koma vel út í eldhúsinu mínu þar sem 2ja ára dóttirin hefur tekið ástfóstri við plastmottuna sem nú er fyrir og leikur sér með hana í tíma og ótíma!

 217. Lilja Rún Bjarnadóttir

  24. April 2016

  Svo fínt!

 218. Anna Þorleifs

  24. April 2016

  Þetta myndi gleðja mig óendanlega mikið! Dásamlegir vinningar

 219. Sigríður Ösp Arnarsdóttir

  24. April 2016

  Þetta væri dásamleg viðbót í íbúðina sem ég er að standsetja, enda er hún hálf tómleg núna <3

 220. Íris Grétarsdóttir

  25. April 2016

  Mikið væri gaman að vinna þennan glæsilega vinning!

 221. Halla Björg Randversdóttir

  25. April 2016

  Vávává þessar fallegu vörur myndu svo sannarlega sóma sig vel í nýju íbúðinni minni :)

 222. Sara Hólm Hauksdóttir

  25. April 2016

  Væri tilvalið að fá svona fallegar gjafir fyrir flutninga í fyrstu íbúðina í sumar! Allt þrennt á óskalistanum, væri æðislegt að eignast svona vandaðar vörur :D :)

 223. Ragnheiður B. Sighvatsdóttir

  25. April 2016

  VIPP í eldhúsið – Korbo í svefnherbergið – Pappelina í holið – SKOTHELT :)

 224. Íris Norðfjörð

  25. April 2016

  Þetta væri drauma afmælisgöf, þar sem að dregið er út af afmælisdaginn minn. Enn þetta væri æðisleg viðbót í nýja húsið mitt :)

 225. Arna H. Daníelsdóttir

  25. April 2016

  Þetta myndi vera fullkomið í fyrstu íbúðina mína sem ég bíð eftir að flytja inn í! Krossa putta!

 226. Linda Marín Styff

  25. April 2016

  Óguð hvað þetta er allt fallegt :) væri svo mikið til í þessa fallegu gjöf :)

 227. Birta Kristin Helgadóttir

  25. April 2016

  Já takk! Væri svooo gaman :)

 228. Aðalheiður Sigrún

  25. April 2016

  Ónei ég verð að vinna i þetta sinn <3 Mottan í uppáhalds litnum mínum og ég er búin að vera á leiðinni að finna hina fullkomnu vírkörfu í marga mánuði.

 229. Ragna

  25. April 2016

  Góðan dag
  Þessar fallegu vörur væru kærkomin viðbót við heimilið :)

 230. Helena Björk Valtýsdóttir

  25. April 2016

  Þessar vörur! Þessi bleika motta! Hef haft augastað á henni afar lengi! Allt saman svo fallegt! :)

 231. Svala Konráðsdóttir

  25. April 2016

  Ég er nýbyrjuð í fæðingarorlofi og rétt áður en prinsinn minn mætti í heiminn var pabbi minn að hjálpa okkur hérna heima með þvottahúsið! Sá stutti var ekki til í að leyfa afanum að klára svo hér er ennþá óklárað þvottahús.. og ekki hefur þvotturinn minnkað! Ég gæti notað allar þessa hluti í þvottahúsið og myndi það fegra það heilmikið – enda eyði ég miklum tíma þar inni :)

 232. Hafdís Anna Bragadóttir

  25. April 2016

  Hefur alltaf þótt Kokka vera falleg verslun með fallegar vörur, krossa putta og vona að verða heppin :)

 233. Ester Petra Gunnarsdóttir

  25. April 2016

  Vá þetta er flottasti gjafaleikur ever!! Er að bilast hvað mig langar íííí <3

 234. Guðrún Leósdóttir

  25. April 2016

  Einstaklega hlýlegt viðmót starfsfólksins gerir Kokku að góðri búð og ekki spillir vöruúrvalið heldur.

 235. Þorgerður Edda Eiríksdóttir

  25. April 2016

  Já takk, það væri yndislegt! Allt svo flottar vörur sem myndu gera íbúðina svo fína :)

 236. Elva Katrín Bergþórsdóttir

  25. April 2016

  Okkur Aroni finnst algjört must að rölta Laugarveginn og koma við í Kokku þegar við erum í borginni :)
  Vipp tunna og Pappelina motta hafa lengi verið á óskalistanum og svo eru Korbo víratunnurnar svo flottar líka!
  Væri svo gaman að detta í lukkupottinn :D

 237. Sara Björk Lárusdóttir

  25. April 2016

  Ég var að kaupa mér mína fyrstu íbúð og þessir fallegu hlutir mundu svo sannarlega sóma sér vel þar :)

 238. Elín Ósk Jóhannsdóttir

  25. April 2016

  Váá þessi vinningur væri geggjaður! Algjörir drauma hlutir inn á heimilið :)

 239. Hekla

  25. April 2016

  Þrái svona mottu frá Pappelina! .. og auðvitað allt sem er í vinning! .. Krossa fingur :)

 240. Sigríður Sóley Guðnadóttir

  25. April 2016

  Dásamlegar vörur alveg hreint. Það sem ég væri til í að eignast þær. Ég er sko búin að versla reglulega í Kokku undanfarin 15 ár

 241. Viktoría Gilsdóttir

  25. April 2016

  Þetta eru glæsilegar vörur og kæmu sér vel á heimilið ;)

 242. Anna Guðmundsdóttir

  25. April 2016

  …. við erum að fara að hressa uppá litla sumarhúsið og þetta eru allt hlutir sem passa þar fullkomlega

 243. Arndís Gísladóttir

  25. April 2016

  Það væri algjör draumur að fá
  Þennan flotta vinning.

 244. Dagný Rut Haraldsdóttir

  25. April 2016

  Ooh einmitt sem heimilið vantar

 245. Emilía Einarsdóttir

  25. April 2016

  Það er ekkert annað! Stórskemmtilegur vinningur og svo sannarlega veglegur, væri ekki slæmt að vinna haha

 246. Svava zophaníasdóttir

  25. April 2016

  Svo fallegir hlutir allt saman

 247. Íris Arnlaugsdóttir

  25. April 2016

  Þessar fallegu og glæsilegu vörur kalla á nafnið mitt vitandi það að það mun fara vel um þær á heimilinu mínu <3

 248. Kristín Óskars

  25. April 2016

  Vá ég man eftir að hafa labbað alltaf niður Laugaveginn með pabba þegar ég var lítil og við fórum alltaf inn í Kokku! Okkur finnst svo gaman að skoða búðina ykkar enda vitum við að góð gæði geta komið í flottum hönnunum. Vipp ruslatunnan væri nottla geðveik! Hún er svo tímalaus hönnun og þar sem ég er mikill flokkari kemur hún sér vel :) Karfan og teppið eru líka fullkomið dúó… ef ég myndi vinna þá veit ég ekki hvað ég myndi gera! Til hamingju með 15 árin!

 249. Unnur Ásdís Stefánsdóttir

  25. April 2016

  Búin að dreyma um alla 3 hlutina í langan tíma! Sé fyrir mér mottuna og vipp tunnuna inní eldhúsi og karfan yrði fullkomin inní stofu undir teppin

 250. Unnur Ásdís Stefánsdóttir

  25. April 2016

  Búin að dreyma um alla 3 hlutina í langan tíma! Sé fyrir mér mottuna og vipp tunnuna inní eldhúsi og karfan yrði fullkomin inní stofu undir teppin

 251. sveina Helgadóttir

  25. April 2016

  ER að breyta stílnum mínum heima hjá mér og Vipp er málið

 252. Karen María Magnúsdóttir

  25. April 2016

  Kokka er ein skemmtilegasta búðin að mínu mati! Það er hættulegt að fara þangað inn, mikið af fallegum vörum og sniðugum eldhúsáhöldum.

 253. Sunna Lind Sigríðardóttir

  25. April 2016

  Svo fallegar vörur

 254. Giovanna Steinvor Cuda

  25. April 2016

  Væri svo æðislegt að vinna þar sem ég er að fara flytja í mína fyrstu íbúð í sumar!

 255. Gyða Einarsdóttir

  25. April 2016

  Ohhh þetta væri alveg tilvalin sumargjöf fyrir mig

 256. Hanna Guðný

  25. April 2016

  Já takk – myndi njóta sín mjög vel hjá mér! :)

 257. Guðbjörg Lísa Gunnarsdóttir

  25. April 2016

  Ég býð þessum fallegu hlutum að flytja inn til mín með opinn faðminn. Ég mun hugsa vel um þá og þeir fá að njóta sín hér heima ❤️ um leið og þeir munu verða sönn prýði að horfa á.

 258. Rósa Borg Guðmundsdóttir

  26. April 2016

  Fallegar vörur úr skemmtilegri búð! Væri gaman að eignast þær til að fegra íbúðina sem við erum að gera upp og byggja við.

 259. Margrét Ríkarðsdóttir

  26. April 2016

  Ég gæti víst örugglega fundið þessum hlutum pláss heima hjá mér. Þvílikt sem þeir eru fallegir og nytsamlegir.

 260. Sigríður Helga Gunnarsdóttir

  26. April 2016

  Já takk! Þesar fallegu vörur myndu gleðja mig mikið

 261. Margrét Ríkarðsdóttir

  26. April 2016

  Ég get víst örugglega fundið þessum hlutum stað heima hjá mér. Þvílikt sem þeir eru fallegir og nytsamlegir.

 262. Rut Rúnarsdóttir

  26. April 2016

  Óvá!!! hversu gaman væri að lífga uppá heimilið með þessum ótrúlega töff vörum?!!!! MJÖG!!! :)
  Ég er sérstaklega sjúk í Vipp tunnuna ;)

  kv. Rut Rúnarsdóttir.

 263. Lára Óskarsdóttir

  26. April 2016

  vá svo geðveikar vörur, ég er búin að dreyma um vipp í mörg ár <3

 264. Guðrún Ásta Gísladóttir

  26. April 2016

  Kokka er æðisleg búð :) það væri alveg himneskt að eignast þessa fallegu hluti.

 265. Hjördís Bára Gestsdóttir

  26. April 2016

  Vá þessar vörur eru ómótstæðilega flottar og myndu án efa prýða mitt heimili vel

 266. Sirra Guðnadóttir

  26. April 2016

  ok vá ég verð að eignast þetta allt inní nýju íbúðina mína!! :)

 267. Bríet Kristý Gunnarsdóttir

  26. April 2016

  Vá vá vá!!!
  Það væri svo æðislegt að vinna þessar fallegu vörur og fá að fegra heimilið með þeim sem hefur heldur betur setið á hakanum síðustu mánuði í lokaritgerðarskrifum. Það er svo margt sem ég hlakka til að dúlla mér í heima eftir skil og vá hvað það yrði gaman að hafa þessa þrjá félaga meðferðis!!

 268. Una Ýr Jörundsdóttir

  26. April 2016

  Til hamingju með afmælið!
  Mig hefur dreymt um að eignast Vipp tunnu í möörg ár, fer reglulega á síðuna ykkar til að skoða

 269. Klara Fanney

  26. April 2016

  Vonandi vinn ég. Fer allt of sjaldan í þessa búð enda bý ég úti á landi. Mæli með því að Kokka opni útibú á Akureyri.

 270. Anna Sigríður Guðjónsdóttir

  26. April 2016

  Vá þetta kæmi sér heldur betur vel í nýju íbúðina

 271. Ragnheiður Ólafsdóttir

  26. April 2016

  VIPP VIPP HÚRRA- TIL HAMINGJU KOKKA MEÐ 15 ÁRIN!!!! Flokkunin á heimilinu verður undurfögur þökk sé Vipp, bleika mottan frá Pappelina verður í stíl við bleiku sokka bóndans og Korbo karfan setur punktinn yfir i-ið með viðarkubbum við hlið kamínunar í uppáhalds sveitinni okkar á Vestfjörðum

 272. Arna Ormarsdóttir

  26. April 2016

  elsku Kokka til hamingju með afmælið…þú ert ein af mínum uppáhalds

 273. Eva Sóley Sigurðardóttir

  26. April 2016

  Svakalega fallegar vörur! Mig vantar þetta alltsaman, svei mér þá :)

 274. Anna Gerður Ófeigsdóttir

  26. April 2016

  VÁ! Þetta eru svo fallegar vörur. Er (loksins) að flytja í mína eigin íbúð í maí og er með fullkominn stað fyrir þessar þrjár dásemdir! :)

 275. Agatha Sif Guðmundsdóttir

  26. April 2016

  Heimilið mitt og ég þráum þetta – svoooo fallegt <3

 276. Bryndís Sölvadóttir

  26. April 2016

  Mikið er þetta dásamlegur og veglegur leikur ☺️ Þætti væri heldur betur flott þrítugsgjöf og þörf. Já takk segi ég nú bara.

 277. Ásdís Geirsdóttir

  26. April 2016

  Það væri nú meiri dásemdin að vinna þetta

 278. Erla Eyþórsdóttir

  26. April 2016

  Vaaaaáá!
  Til hamingju með afmælið Kokka :)
  Ég á líka afmæli bráðum, örlítið eldri samt ehmm, og þetta er allt á óskalistanum!

 279. Kristín Gunnarsdóttid

  26. April 2016

  Borgina kætir mín Kokka
  enda vörur með glimrandi þokka
  Körfur sem mottur ná nýjum hæðum
  Skyldu þær kynnast mínum heimasvæðum?

 280. Kristín Gunnarsdóttid

  27. April 2016

  Borgina kætir mín Kokka
  enda vörur með glimrandi þokka
  Körfur sem mottur ná nýjum hæðum
  Skyldu þær kynnast mínum heimasvæðum?

  Til lukku með afmælið elsku Kokka…húrra húrra húrrahhh

 281. Telma Magnúsdottir

  27. April 2016

  Váá þvílikur dásemdarpakki sem myndi hjálpa við að gera nýja húsið okkar að heimili

 282. Gunnhildur Gunnarsdóttir

  27. April 2016

  Já takk væri ssvvo þakklát fyrir þetta

 283. Einn flottasti leikur sem ég hef séð til þessa! Væri ekki amalegt að vinna svona í fyrsta skiptið :) Þessar vörur myndu svo sannarlega príða heimilið ;)

 284. Elísabeit Thorsteinson

  27. April 2016

  Mikiđ yrđi ég þakklát fyrir svona veglega gjöf!
  Bestu kveđjur um gleđilegt sumar :)

 285. Kristín Gunnarsdóttir

  27. April 2016

  Borgina prýðir mín Kokka
  þar sem freistingarnar föngulegu lokka
  Mottur og fötur ná þar nýjum hæðum
  sem gjarnan mættu kynnast mínum heimasvæðum

  Til lukku með afmælið…Vipp vipp húrra húrra húrrah

 286. Karen Engilbertsdóttir

  27. April 2016

  Þessi gjöf myndi aldeilis gleðja mig og birta upp litlu íbúðina mína!! Yrði svo þakklát að vinna þennan flotta leik :)

 287. Þyrì òskarsd

  27. April 2016

  Þetta myndi fegra heimiliđ!

 288. Heiða Hrönn

  27. April 2016

  Flott gjöf sem ég myndi vera rosalega glöð með :)

 289. Eydís Ýr Jónsdóttir

  27. April 2016

  Frábært gjafaleikur og æðislegar vörur!

 290. Arna Margrét Johnson

  27. April 2016

  Afmæli eru best! Til hamingju með 15 árin ykkar :) Það væri ekkert lítið gaman að fá þetta í afmælisgjöf þar sem ég á einmitt líka afmæli núna um helgina :)

 291. Hjördís Arna Hjartardóttir

  27. April 2016

  Vá það væri nú ekki amalegt að vinna þessar æðislegu vörur