Ég ætla ekkert að þykjast vera neinn plöntusérfræðingur en eitt af því sem ég ætla að eignast þegar við flytjum í nýju íbúðina er stór panta – og þá meina ég mjög stór. Samkvæmt leit minni á google virðist vera að plantan sem ég er með í huga heiti Strelitzia sem er einhverskonar bananaplanta og er jafnvel kölluð “Bird of paradise” vegna fallegra blóma sem spretta á sumum þeirra. Ég hef ekki rekist á þessa plöntu hér á landi og vil endilega heyra frá ykkur sem vitið hvar sé best að nálgast slíka plöntu þar sem úrval af stórum pottaplöntum er af skornum skammti.
Hér að neðan má sjá eina mjög veglega og augljóst að húsráðandi sé með mjög græna fingur – hæfileiki sem ég vonast til að monta mig af einn daginn… Önnur stór og vegleg planta gengur líka mögulega upp, hlakka til að heyra frá ykkur! ♡
// Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg