fbpx

5 Á ÓSKALISTANUM

Fyrir heimiliðÓskalistinnVeggspjöldÝmislegt

Óskalistinn þessa stundina samastendur af þessum 5 hlutum:

OSKALISTINN

 

1. Veifur fyrir heimilið hafði ég bara hugsað mér að útbúa sjálf. Ég held að þær kæmu vel út í mörgum rýmum heimilisins og hægt að leika sér með litasamsetningar. 2. Tripp Trapp stóll í svörtum lit mun bætast í stólasafnið í lok sumars vonandi. /Epal. 3. Veggspjöldin eftir Nynne Rosenvinge eru svo falleg, gæti vel hugsað mér eitt stykki veggspjald eða málverk. /Snúran.is. 4. Útiblómapottar frá Ikea í fagurbleikum lit, já takk. /Ikea. 5. Bráðlega mun ég láta það eftir mér að eignast uppstoppaðann Hrafn, tignarlegur og flottur fugl.

Bara 5 dagar í nýja pleisið. Þessir hlutir mega allir fylgja mér þangað:)

-Svana

NÝTT NUDE MAGAZINE

Skrifa Innlegg

21 Skilaboð

  1. Sunna

    26. May 2014

    Flottur listi! Sem stoltur eigandi svarta Tripp Trapp stólsins hef ég eina ábendingu… Lítið barn + grjónagrautur + svartur stóll = tuskan aaaaalltaaaaf á lofti ;)

    • Svart á Hvítu

      26. May 2014

      Hahahah ok mjög góð ábending! Ég á samt bara svarta stóla við eldhúsborðið svo svartur tripp trapp hefði verið pörfekt:(.. en þarf kannski að endurhugsa það!
      -Svana

      • Guðrún

        27. May 2014

        Það væri samt flott að hafa einn stól í einhverjum “off” lit, innan um alla svörtu stólana

  2. Karen Emilsdóttir

    26. May 2014

    Emil Gauti á svartan Tripp trapp og við erum mjög ánægð með hann. Sér nánast ekkert á honum :)

  3. Rakel

    26. May 2014

    Veistu hvort hægt er að kaupa einlitar veifur hér á landi? Vantar hvitar og nenni ekki að föndra….

    • Svart á Hvítu

      26. May 2014

      Mig langar einmitt mest í hvítar… hef aldrei rekist á þannig hér heima, var komin með e-ð í körfu á etsy.com um daginn:)
      Væri næs að vita ef e-r lumar á tipsi hvar svona veifur fást:)

      • Særún Magnea Samúelsdóttir

        26. May 2014

        Það fást hvítar einlitar veifur í púkó og smart

      • Guðrún

        27. May 2014

        Það fengust hvítar veifur í söstrene grene í janúar. Gætu verið til ennþá.

  4. Hanna

    26. May 2014

    Svartur trip trap er æði, fann einn á barnalandi fyrir ári. Annars er líka góð hugmynd að kaupa notaðann á slikk og láta sprauta :)

  5. Helga

    26. May 2014

    Nú er ég að deyja úr forvitni, hvar er best að kaupa uppstoppaða fugla? :)

    • Svart á Hvítu

      26. May 2014

      Held það sé enginn einn staður betri en annar, það þarf bara að hafa samband við e-n uppstoppara (nokkrir í símaskránni) og svo er misjafnt hvað þeir eiga til hjá sér, eru mest í sérpöntunum, og oft þarf að redda fuglinum sjálfur. Það er allavega ekki mjög auðvelt að redda sér slíku:) -Sem betur fer kannski…
      -Svana

  6. Hildur systir

    26. May 2014

    Hviti tripptrappinn okkar er AlLTAF skítugur:) það er bara tuskan 24/7

  7. Guðrún Vald.

    26. May 2014

    Ég er með viðarlitaðan barnastól hjá mér og hann er líka alltaf frekar skrautlegur…gefa barninu bara alltaf svartan mat og málið er leyst. ;)
    Annars var ég einmitt að hugsa um að fara að föndra svona veifur, var að spá í svörtu og hvítu til skiptis.

  8. Jóhanna

    26. May 2014

    Ég hef séð uppstoppaða hrafna í Islandia búðinni i Kringlunni. Á sjálf tíu ára gamlan lunda þaðan sem ég er alltaf jafn ánægð með.

  9. Áslaug Þorgeirs.

    26. May 2014

    Gavuuuuð það skiptir ekki hvaða litur held ég, þessi börn gera allt skítugt, múhahahahaha !!

    • Kristbjörg Tinna

      28. May 2014

      Var að fara að skrifa það sama og þú Áslaug hahahaha.. Ef þú átt barn undir þriggja ára þá ertu hvort sem er alltaf með tuskuna á lofti ;)

  10. Fugl

    6. August 2014

    Ég er með uppstoppa’a fugla sem ég upp og redda sjálfur. Ef þið hafið áhuga á t.d krumma. Er með langbesta verðið og topp gæði í verkunum