Í gær héldum við loksins upp á 2 ára afmælið hans Bjarts og buðum fjölskyldunni í kökuboð.
Ég var búin að hugsa um þessa veislu í langan tíma og var með mjög háleit markmið hversu fínt allt ætti að vera, núna er ég enginn reynslubolti í barnaafmælum og er viss um að með tíð og tíma masteri ég veisluundirbúning en ég mun núna útbúa lista með tipsum sem ég mun lesa yfir fyrir 3 ára afmælið, svona do’s and dont’s til að geta lært af mistökum:) Þegar fyrsti gesturinn mætti á svæðið þá var undirrituð á sokkabuxunum ómáluð og enn að skreyta veisluborðið, -það fer klárlega á don’t listann. Ég var búin að pinteresta yfir mig af hugmyndum og upphaflega átti afmælið að vera Mikka Mús þema sem fór síðan útum gluggann þegar ég sá svo sæta rebba-kisu köku sem mig dauðlangaði að gera. Eftir gærdaginn er ég þó búin að ákveða að ég hreinlega get ekki verið góð í öllu haha og ætla hér með að leyfa systur minni að eiga kökudeildina skuldlaust enda snillingur á því sviði. Verst að hún gat ekkert hjálpað mér í gær því hún var að keppa með landsliðinu í endurlífgun – já þú last rétt.
Skreytingarnar pantaði ég mjög tímalega, t.d. risa stóra silfraða blöðru sem var eins og 2 í laginu sem var sprengd í hamaganginum í barnaherberginu þegar rétt korter var liðið af veislunni. Ég þurfti svo að játa mig sigraða þegar ég setti loks á mig maskarann og veislan byrjuð og rétt náði að smella af mynd áður en ráðist yrði á veitingarnar.
Varðandi veitingarnar þá var ég með Mikka mús pizzur, ávaxtaprix, poppkorn og afmælisköku í boði fyrir krakkana. Ávaxtaprikin kláruðust fyrst en það voru einfaldlega melónur í Mikka mús formi ásamt vínberjum en kökuna rétt smökkuðu þau flest. Fleiri ávextir fer á do’s listann fyrir næsta afmæli!
Dagurinn var dásamlegur og Bjartur Elías afmælisstrákur naut sín í botn.
Þessi er einfaldlega bestur:)
Þá er það kakan eina sanna og óstraujaði dúkurinn haha
Flöskurnar skreytti ég með Mikka mús miðum sem ég útbjó
Ég tók þessar síðustu tvær myndir í dag rétt áður en afganga afmælispartýið hófst. Núna er mamman því vel þreytt eftir langa helgi en líka ofboðslega þakklát. Ég sýndi eitthvað frá undirbúningnum og veislunni sjálfri á snapchat: svartahvitu
Skrifa Innlegg