fbpx

♡ BJARTUR ELÍAS ♡

AfmæliHugmyndirPersónulegt

Þessi gormur fékk nafn um helgina og heitir hann Bjartur Elías Andrésson:)

Screen Shot 2014-10-19 at 10.38.39 PM

Við vorum með veislu fyrir fjölskyldur okkar í gær og mikið sem við eigum góða að, Bjartur er nánast orðinn ríkari en foreldrarnir:) Núna taka því vonandi við rólegri dagar en undanfarin vika hefur verið og ég mun ná aftur sambandi við umheiminn, ég ætla mér t.d. að svara yfirfullu inboxi og sinna blogginu og vinkonum betur!:)

IMG_1483

Smá skraut úr veislunni…

IMAG5809-1

Ég fékk þessa hugmynd frá vinkonu minni, en þar sem að nafnaherferðin hjá Coke er yfirstaðin þá reddaði ég mér með Photoshop og prentaði miðana á venjulegan pappír sem var svo límdur á kókflöskur með Uhu lími, “Njóttu Coke með Bjarti.” Fannst þessar kókflöskur setja skemmtilegan svip á veisluborðið:)

Screen Shot 2014-10-19 at 10.35.51 PM

Dagurinn í dag fór svo í tiltekt og reynt að koma sem flestum gjöfunum fyrir. Þennan fína Trip Trap stól fékk Bjartur í skírnargjöf frá systur minni og fjölskyldunni hennar, hann mun koma sér mjög vel í framtíðinni.

Heyrumst á morgun, þá með fleiri myndir héðan heima!

Vonandi var helgin ykkar góð:)

-Svana

VERSLAÐ Á NETINU: HRÍM.IS

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

18 Skilaboð

  1. Eva

    19. October 2014

    Hvaðan eru veifurnar :) ?

    • Svart á Hvítu

      20. October 2014

      Veifurnar gerði vinkona mín upphaflega fyrir afmæli dóttur sinnar, -hún er grafískur hönnuður. Ég fékk svo skjalið og breytti í Photoshop litum og setti inn nafnið:)

  2. Karen Andrea

    19. October 2014

    Til hamingju, fallegt nafn á flotta guttanum :)

  3. Klara

    19. October 2014

    Spyr að því sama :) og hvar fékkstu stafina á þær?

  4. Helga Rós

    20. October 2014

    Væri líka til í að vita hvaðan veifurnar eru :)

  5. Elísabet Gunnars

    20. October 2014

    Svo fallegt nafn – love it.

  6. Jóna

    21. October 2014

    Til lukku með nafnið á dásamlega fallega syninum, ég held að fallegra barn hafi ég sjaldan séð:)
    Algjör prins :)

  7. Ninna Sif

    21. October 2014

    Til hamingju með drenginn og fallega nafnið! Ég er forvitin um hvernig þú gerir miðana á kókflöskurnar í photoshop. Geturðu frætt mig aðeins um það?

    • Svart á Hvítu

      21. October 2014

      Þú átt póst;)
      Ég man reyndar því miður ekki hvaða font ég notaði þar sem að ég á ekki upprunarlega skjalið.
      Þarft því bara að finna svipaðann font og er á upphaflegu flöskunum, þetta er smá öðruvísi hjá mér:)
      MBK.Svana

      • Guðdís Jónsdóttir

        27. July 2015

        Góðan daginn, mig langar rosalega að vita hvernig þú gerðir þessa miða á kókflöskurnar? ég er sjálf að fara að skíra og langar svo að gera eitthvað svipað en veit ekki alveg hvernig.

        bestu kveðjur Guðdís

  8. Hildur

    22. October 2014

    Vasinn er svo fallegur :) Hvaðan er hann?

    • Svart á Hvítu

      22. October 2014

      Hann er frá Ikea, held samt að því miður þeir séu hættir að selja þá. Eru eftir Hellu Jongerius, gætu verið til á netinu:)

  9. Viktoría Hrund

    22. October 2014

    Til lukku ! En mig langar að forvitanst hvar þú fékkst þessi flottu rúmföt ?

    • Svart á Hvítu

      22. October 2014

      Þau eru frá H&M home, gætu enn verið til:) Hef svo séð svipuð hjá Esjadekor.is :)

  10. Agla

    22. October 2014

    Hlakka til að knúsa Bjart Elías :)