Þessi gormur fékk nafn um helgina og heitir hann Bjartur Elías Andrésson:)
Við vorum með veislu fyrir fjölskyldur okkar í gær og mikið sem við eigum góða að, Bjartur er nánast orðinn ríkari en foreldrarnir:) Núna taka því vonandi við rólegri dagar en undanfarin vika hefur verið og ég mun ná aftur sambandi við umheiminn, ég ætla mér t.d. að svara yfirfullu inboxi og sinna blogginu og vinkonum betur!:)
Smá skraut úr veislunni…
Ég fékk þessa hugmynd frá vinkonu minni, en þar sem að nafnaherferðin hjá Coke er yfirstaðin þá reddaði ég mér með Photoshop og prentaði miðana á venjulegan pappír sem var svo límdur á kókflöskur með Uhu lími, “Njóttu Coke með Bjarti.” Fannst þessar kókflöskur setja skemmtilegan svip á veisluborðið:)
Dagurinn í dag fór svo í tiltekt og reynt að koma sem flestum gjöfunum fyrir. Þennan fína Trip Trap stól fékk Bjartur í skírnargjöf frá systur minni og fjölskyldunni hennar, hann mun koma sér mjög vel í framtíðinni.
Heyrumst á morgun, þá með fleiri myndir héðan heima!
Vonandi var helgin ykkar góð:)
-Svana
Skrifa Innlegg