Mig er farið að langa upp í fjöll að renna mér á snjóbretti. Það er yfirleitt á þessum tíma árs sem ég fæ mikla löngun til þess, ég tala nú ekki um þegar maður er í myndatöku inni í stúdíói og dúðar sig upp í snjóbrettagalla með húfu og lúffur – þá verður löngunin svakaleg. Ég hlakka sérstaklega til að komast á bretti vegna þess að ég á glænýtt NIKITA snjóbretti sem ég fékk í vinnunni um daginn og get ekki beðið eftir að prófa það.
Grafíkina gerði snillingurinn hann Elli – AC Bananas. Mér finnst svo skemmtilegt að ég skuli eiga bretti með grafík eftir einhvern sem ég þekki!
Þessar myndir eru skemmtilegar og láta mig hlakka til að fá snjóinn. Nikita eru sérfræðingar í að líta vel út uppi í fjalli.
Þessi mynd er svo af facebook síðu Bláfjalla, núna þurfum við bretta- og skíðafólkið að vona að þetta haldist svona og það bæti í snjóinn. Þá getum við farið að leika okkur!
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg