Ég heimsótti Indiska í Kringlunni í morgun og leit dýrðina þar augum.
Indiska er sænsk búð í bóhem stíl með mikið úrval af heimilisvörum í bland við fatnað, skartgripi og fylgihluti. Búðin er litrík og full af skemmtilegum hlutum sem geta auðveldlega poppað upp heimilið eða outfittið.
Þessa dagana mæli ég með að þið merkið instagram myndirnar ykkar með #TRENDINDISKA. Það geta verið outfit myndir, heimilismyndir eða það sem kemur upp í hugann. Nú þegar eru nokkrar myndir komnar í leikinn sem þið getið séð á trendnet.is/instagram
Nokkrir heppnir instagrammarar fá svo inneign í búðinni en í verðlaun eru 6 x 10.000 króna gjafabréf sem við gleðjum með í dag, á morgun og á mánudag. Fylgist með á samfélagsmiðlunum næstu daga – það er gaman að gleðja!
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg