Stutt ferð til Stokkhólms með góðum vinkonum. Sænskar búðir og Beyoncé – getur það klikkað?
Þegar þið lesið þetta er ég eflaust stödd í miðbæ Stokkhólms að skoða þessi föt..
Þetta er þó bara brotabrot af því fína sem ég er búin að skoða á netinu. Blanda af Weekday, Monki og H&M, þeim búðum sem ég hlakka mest til að heimsækja.
Á óskalistanum:
– gallajakki
– strigaskór fyrir strigaskó-sjúku Andreu
– ljósir og litríkir efri partar
– gallabuxur – það er bara skemmtilegra að skoða þær í búðunum
Hafa í huga:
– ekki kaupa of sumarlegar flíkur sem henta ekki íslenskri veðráttu! Hvenær skildi sumarið láta sjá sig?
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg