Ég var búin að lofa bloggi um snyrtitöskuna mína og hvað ég hef í henni. Þegar kemur að snyrtivörum væri ég að ljúga ef ég segðist hafa mikinn áhuga á þeim! Ég mála mig yfirleitt mjög lítið en á auðvelt með að fá æði fyrir sérstökum snyrtivörum og er yfirleitt mjög vanaföst hvað þær varðar.
Þessar snyrtivörur nota ég núna:
Mér finnst mikilvægast af öllu að eiga gott andlitskrem. Ég byrjaði að nota Dior Hydra Life fyrr á árinu og það hentar mér mjög vel.
Bobbi Brown er eitt af mínum uppáhalds merkjum þegar kemur að snyrtivörum. Þetta foundation er létt og gefur raka og þ.a.l. þornar húðin ekki upp þegar ég er með það á mér. Ég læt það á mig með meikbursta frá MAC sem ég hef átt í nokkurn tíma.
Mæli með þessu BB kremi frá Dior. Ég bloggaði um það um daginn, þið getið lesið það hér.
Þennan hyljara ættu flestar/ir að kannast við. „Undrapenninn” frá Yves Saint Laurent. Ég nota hann yfirleitt til að lýsa húðina undir augunum og svo í kringum nefið þar sem húðin mín er oft rauð. Penninn stendur alltaf fyrir sínu.
Í mörg ár hef ég notað sólarpúður frá Bobbi Brown sem standa alltaf fyrir sínu. Það kom þó fyrir um daginn að ég missti púðrið í gólfið og það brotnaði að sjálfsögðu í milljón mola. Þá mundi ég eftir þessu sólarpúðri frá Hello Kitty sem ég hafði fengið að gjöf. Planið var að nota það þangað til ég kæmist að kaupa nýtt frá Bobbi Brown en ég hef ekki enn keypt mér nýtt. Viti menn, Hello Kitty er ekki mikið verra en Bobbi Brown!
Snilldar kinnalitastifti sem ég mæli hiklaust með. Ég bloggaði um það um daginn, þið getið lesið það hér.
Þessi kinnalitur er skemmtilegur og frískar upp á útlitið. Vel valið hjá vinkonum mínum sem gáfu mér hann að gjöf.
Þennan paint pot augnskugga keypti ég eftir að hafa verið með hann í myndatöku. Augun mín eru blá en verða BLÁ þegar hann er kominn á. Mér finnst auðveldara að setja hann á mig heldur en venjulegan augnskugga þar sem hann er blautur.
Þetta eru maskararnir sem ég nota núna en ég hef notað Cover Girl maskarana mjög lengi. Núna er ég hins vegar í þeirri stöðu að hann er ekki fáanlegur neins staðar nálægt mér og þess vegna hef ég verið að nota þennan frá Benefit. Mér finnst hann ágætur, en ekkert miðað við elskulega Cover Girl maskarann. Ég nota alltaf brúna maskara vegna þess að ég er með löng augnhár og brúnn maskari er ekki jafn ýktur á mér og svartur.
Þetta er alveg hræðileg mynd, en sýnir kannski hversu mikið ég held upp á þennan varalit. Nafnið er mjög lýsandi þar sem liturinn er frekar hlutlaus. Ég hef ekki enn vanið mig á að vera með áberandi varaliti, það er eitt af markmiðum vetrarins!
Ilmvötnin þessa stundina, Escada og ELLA.
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg