Eins og þið sjáið hér á síðunni þá er Trendnet tveggja ára í dag. Til hamingju við!! Einnig til hamingju íslenska þjóð með Gay Pride daginn okkar.
Líkt og á síðasta ári ætlum við á síðunni að gleðja nokkra lesendur með alls kyns fíneríi. Gjöfin mín er frá Maybelline sem þið ættuð öll að þekkja, a.m.k. kannast við eftir árin tvö sem Trendnet hefur starfað! Gjöfin er ekki af verri endanum en hún er gjafakarfa full af dásamlegum snyrtivörum.
Í körfunni er..
1. Dream BB krem
2. Express Remover naglalakkssvampur
3. Up in Smoke palletta með augnskuggum, eyeliner, púðri og kinnalit
4. Lasting Drama gel eyeliner penni
5. Baby Lips varasalvi
6. Rocket maskarinn
7. Color Sensational Vivids varalitur í litnum Vivid Rose
Mig langar að gefa einum lesanda okkar körfuna en ég hef tekið því að hún er dugleg að fylgjast með Trendnet, að like-a færslurnar okkar og myndirnar á instagram. Stelpan heitir Unnur Lárusdóttir. Til hamingju Unnur, ég efast ekki um að karfan muni gleðja þig á þessum fallega afmælisdegi Trendnets. Sendu okkur póst á trendnet@trendnet.is.
Munið svo að halda áfram að merkja myndirnar ykkar með #TRENDNET. Við elskum að gleðja lesendur!
Sælla er að gefa en þiggja. Þið megið í staðinn gefa okkur það í afmælisgjöf að halda áfram að leggja leið ykkar á Trendnet!
<3
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg