Fyrsta sýningin mín á RFF í ár var fyrir Magneu Einarsdóttur. Margir biðu spenntir eftir sýningunni þar sem þetta var fyrsta skiptið hennar á RFF. Línan hennar inniheldur mikið af virkilega fallegum og vel gerðum flíkum og er ulll og prjón áberandi. Sýningin hennar í heild sinni var mjög töff og virkilega vel heppnuð.
Hár og make-up lúkkið er held ég það flottasta sem ég hef fengið fyrir tískusýningu síðan ég byrjaði að módelast. Það var hún Guðbjörg Huldís make-up artist sem hannaði útlitið. Ég tók örugglega um það bil 100 selfies bara svo ég ætti þetta lúkk alveg örugglega á nógu góðri mynd. Mig langaði alls ekki að þvo mér í framan fyrir næsta show, ég væri til í að ganga með þetta make-up alla daga! Glæsilega gert hjá snillingunum í MAC og passaði ótrúlega vel við sýninguna.
Kristín Erla elsku besta vinkona mín sem er svo flinkur make-up artisti og gerði mig fína fyrir showið hennar Siggu Maiju.
Myndir fyrir utan mínar: Eygló Gísla, Kári Sverriss og facebook síða Magneu
Takk fyrir mig Magnea, þú ert yndisleg.
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg