Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

VINNA

Þetta var útsýnið mitt í dag..

Kron by KronKron tökur með góðu fólki.

Andrea Röfn

FLÉTTUR

Það var mikið um skemmtilegar hár-útsetningar í vinnunni í gær.

Fríðu Maríu, sem málar mig líka, finnst gaman að breyta hárinu inn á milli og prófa sig áfram með ýmsar fléttur og tögl. Í þetta skiptið ákváðum við að taka myndir af þeim fyrir ykkur.

 1. Snúningsflétta

 2. Fiskifléttu-tagl

 3. Lítill lokkur utan um hárið

4. Flétta með einum fléttuðum lokk

 5. Fiskiflétta

Bara ef ég gæti kennt ykkur þetta! Ég er rosaleg þegar kemur að hári og læt helst einhverja aðra sjá um að gera svona fínt.

Prófið ykkur áfram, þessar fléttur tóku Fríðu ekki nema 2 mínútur.

Andrea Röfn

 

WORK

Bloggleysi síðustu daga er vegna eintómrar vinnu eftir að ég kom heim til Íslands. Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur voru stútfullir af vinnu en það er gott að vera upptekinn og þannig vill maður hafa það!

Nokkrar myndir frá síðustu dögum:

Lesefni fyrir flug

Mætt í vinnu hjá Nikita og Fríða María náði þessari skemmtilegu mynd!

Fríða fléttusnillingur

A-in tvö á morguntískusýningu í gær. Sýndum fyrir 100 norskar fínar frúr og „norski Páll Óskar” mætti á svæðið!

Hafið það gott um helgina..

Andrea Röfn

 

Weekday

Ég slysaðist inn á Weekday síðuna í morgun og hékk inni á henni í klukkutíma að skoða öll fallegu fötin þar.

Skandinavíski stílinn finnst mér svo fallegur og merkin eru vel valin, m.a. Back, Cheap Monday, MTWTFSS(Weekday) og Rodebjer.

Þessu, ásamt miklu fleiru, gæti ég vel hugsað mér að klæðast:

Ég er brjáluð í gráu rúllukragapeysuna, skóna og hvítu peysuna með rennilásunum.

Pínu vetur í þessu hjá mér, en mér finnst líka miklu skemmtilegra að klæða mig á veturna, það býður upp á fleiri möguleika.

Andrea Röfn