Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

VOLUSPA

Ég er mikill aðdáandi VOLUSPA varanna og sérstaklega kertanna.

Kertin eru úr kókoshnetuvaxi og brenna fallega í umbúðunum sem þau koma í – svo auðvitað ilma þau guðdómlega.


 Þessi kerti eru auðvitað bara brotabrot af því úrvali sem til er. En þessi hér að ofan eru í miklu uppáhaldi.

„Voluspa kertin hafa skapað sér sess með sláandi útliti og ótrúlegum ilmi og fást einungis hjá virtum smásölum um allan heim. Þau eru fastur liður á heimilum Hollywood elítunnar og eru reglulega viðfangsefni í tísku- og heimilistímaritum”

Ég keypti nokkur kerti hérna úti um daginn í búð sem heitir Anthropologie. Þau fást líka í Aftur heima á Íslandi.

Hlakka til að kveikja á kertum þegar það byrjar að dimma.

Andrea Röfn

NY DRESS

Er komin aftur til stórborgarinnar sem er mjög ljúft.

Þetta er útsýnið frá húsinu okkar:

Ég fór í Nostalgíu á meðan ég var heima og fann svo margt fínt þar! Keypti mér tvær flíkur þó ég hefði viljað hafa þær enn fleiri – ljósbláan blazer sem minnir á kápu og þennan samfesting hér að ofan.

Samfestingur: Nostalgía second hand

Belti: búð í Soho

Veski: Guess

Andrea Röfn

EFVA ATTLING

Í vikunni fékk ég síðbúna útskriftargjöf frá frænku minni sem býr í Svíþjóð.

Gjöfin var fallegt silfurhálsmen frá Efvu Attling, einum helsta skartgripahönnuði Svía.

Mér finnst það svo flott að ég hef ekki tekið það af mér síðan ég fékk það. HOPE finnst mér líka fallegt orð.

Það sem gerir gjöfina svo enn skemmtilegri er Efva Attling sjálf en hún er fyrrum dansari, fyrirsæta OG söngkona. Talandi um konu með frama!

Andrea Röfn

HELGIN

Átti góða helgi sem ég festi á „filmu”

Við Denise fórum í brunch á Vox

KR urðu bikarmeistarar

Systkinin að skemmta sér

Þingvellir

Laugarvatnshellar, þar sem langamma og -afi bjuggu og voru síðustu hellisbúar á Íslandi!

Sveitin okkar fallega

Nóg til af bláberjum í garðinum

Lauk svo helginni með því að kveðja vin minn hann Finn sem er floginn til Dubai að vinna á Marriott

Þessi vika verður eflaust rólegri en sú síðasta og því meiri tími fyrir blogg

Andrea Röfn