fbpx

NEW IN – ZARA

Síðustu dagar hafa verið ansi pakkaðir þangað til núna – gestagangur og gaman.

Að sjálfsögðu er ég búin að kíkja í búðir þessa daga og meðal þess sem rataði í poka hjá mér var þessi blússa frá Zöru.

Finn hana ekki á netinu eins og er. Hún kostaði 69 evrur.

Skemmtilegt myndablogg með myndum frá yndislegri helgi á leiðinni hingað inn!

Andrea Röfn

HEIMSÓKN

Ég er á leiðinni út og upp í lest – að sækja fjölskylduna mína til Amsterdam. Deginum verður svo eytt þar í huggulegheitum.

Þessi var tekin í Amsterdam um daginn, í heimsókn hjá góðum vinum sem búa þar

Eigið góða helgi

Andrea Röfn

DÖNSUM INN Í HELGINA

Ég hef alltaf elskað að dansa og að horfa á dans. Sjálf æfði ég ballett í 14 ár áður en annað tók við og ég mótaðist mikið af því; ég öðlaðist aga þar sem dansinn tók mikinn tíma og lærði að bera mig vel og hreyfa mig fallega sem hjálpa mér mikið þegar kemur að vinnunni minni í dag.

Eitt af því sem ég elska við dans er að hann er ekki bara fallegur að horfa á heldur er til ógrynni fallegra mynda, sérstaklega af ballett. Mér finnst svarthvítar myndir fallegastar.

Litlar ballerínur í Listdansskóla Íslands fyrir ansi mörgum árum!

Síðustu vikur hef ég verið límd við skjáinn þegar einn af mínum uppáhalds þáttum, Dans dans dans, fer í loftið á RÚV. Mér finnst æðislegt að horfa á íslenska dansara keppa í mismunandi dansgreinum og svo kannast maður alltaf við nokkur andlit í hverjum þætti. Ég er sérstaklega spennt fyrir næsta þætti en þá keppir Denise, besta vinkona mín, ásamt dansherranum hennar Þorkeli. Þau munu dansa ballroom (samkvæmisdans) sem hefur ekki sést áður í keppninni. Ég get lofað ykkur því að ég mun fá þónokkur tár í augun og rifna úr stolti þegar ég sé þau dansa annað kvöld!

Yndislega danspar

Dönsum inn í helgina

Andrea Röfn

GLERAUGU

Í haust hóf ég leit að gleraugum, aðallega til að nota á meðan ég les eða hangi fyrir framan sjónvarpið. Þessar skemmtilegu gleraugnamyndir geymdi ég á tölvunni.


Stórar umgjarðir eru greinilega inn. Ég fékk mér þessi hér:

Þau eru frá merkinu Autre og ég fékk þau í Glerauganu í bláu húsunum við Faxafen. Þau fást líka í Gleraugnasmiðjunni í Kringlunni. Ég er heldur betur ánægð með þau.

Andrea Röfn

NOSTALGÍA

Fyrir tæpu ári gerði ég myndatöku fyrir Nostalgíu. Klárlega ein af mínum uppáhalds myndatökum.

Myndir: Saga Sig
Make-up: Ísak Freyr
Stílisti: Hrafnhildur Hólmgeirs
DREAM TEAM


Nostalgía er uppáhalds second hand búðin mín heima. Ég næ undantekningalaust að finna mér eitthvað til að taka með heim þegar ég geri mér ferð þangað, vel valdar vörur í boði og svona líka sjúklega flottar!

Andrea Röfn

UPP Í FJÖLL

Mig er farið að langa upp í fjöll að renna mér á snjóbretti. Það er yfirleitt á þessum tíma árs sem ég fæ mikla löngun til þess, ég tala nú ekki um þegar maður er í myndatöku inni í stúdíói og dúðar sig upp í snjóbrettagalla með húfu og lúffur – þá verður löngunin svakaleg. Ég hlakka sérstaklega til að komast á bretti vegna þess að ég á glænýtt NIKITA snjóbretti sem ég fékk í vinnunni um daginn og get ekki beðið eftir að prófa það.

Nikita – Sideway Sista

Grafíkina gerði snillingurinn hann Elli – AC Bananas. Mér finnst svo skemmtilegt að ég skuli eiga bretti með grafík eftir einhvern sem ég þekki!

Þessar myndir eru skemmtilegar og láta mig hlakka til að fá snjóinn. Nikita eru sérfræðingar í að líta vel út uppi í fjalli.

Þessi mynd er svo af facebook síðu Bláfjalla, núna þurfum við bretta- og skíðafólkið að vona að þetta haldist svona og það bæti í snjóinn. Þá getum við farið að leika okkur!

Andrea Röfn

WANTED MISBHV

Flott frá pólska merkinu MISBEHAVE.


 

Þetta eru allt föt úr FW’11 eða SS’12 línunum, semsagt ekki glænýtt. Það virðist sem FW’12 línan sé ekki tilbúin, ekki nema það komi ekki meira frá þeim. Mér finnst það þó ekki skipta neinu máli, ef fötin eru flott þá fíla ég þau sama hvort þau eru gömul eða ný!

Online store Misbehave hér.

Andrea Röfn

XANADU – HILDUR YEOMAN


Á síðasta RFF var ég svo heppin að vera í hópi þeirra sem sýndu fyrir Hildi Yeoman. Ef þið voruð viðstödd RFF þá er sýningin sú síðasta sem þið ættuð að hafa gleymt. Módelin dönsuðu niður pallinn, atvinnudansarar sýndu dans og Daníel Ágúst í GusGus söng live undir, öll klædd í hönnun Hildar Yeoman. Sýningin er örugglega sú skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í en það var líka mikil áskorun að dansa niður pallinn í samfellu og netasokkabuxum með svarta köngulóarslá sem ég sveiflaði upp og niður – og svo má ekki gleyma háu hælunum.

Ég hef unnið mikið með Hildi og hún er listakona með allt sitt á hreinu. Fötin sem við sýndum á RFF voru úr línu hennar Xanadu en í sumar fór hún svo til London og tók fötin með sér til að skjóta línuna. Saga Sig tók myndirnar og Ísak Freyr gerði make-upið, sannkallað dream team!

Photos: Saga Sig
Styling: David Motta
Makeup: Ísak Freyr w. Maybelline
Hair: Alex James Fairbairn

Þetta er TRYLLT- fötin, make-upið, eftirvinnslan og módelin sem eru öll ungir London-búar, tónlistarfólk, listafólk, módel og dívur. Sjúklega fallegt.

Ég á sjálf hálsmen úr Xanadu sem ég er ótrúlega ánægð með:
Hönnunin hennar Hildar er fáanleg í Kiosk, Kronkron og Atmo sem opnar 15. nóv! Ég hlakka mikið til að skoða þetta allt þegar ég kem heim.
Andrea Röfn

KULDASKÓRNIR

Það þýðir fátt annað en að vera vel skóaður þessa dagana. Þetta par af Timberland skóm átti Jónas Óli stóri bróðir minn þegar hann var 11 ára gamall eða fyrir 15 árum. Þegar hann óx upp úr þeim voru þeir geymdir heima í bílskúr og eftir að þeir fóru að passa á mig hef ég verið dugleg að nota þá. Ég elska hvað þeir eru mikið notaðir og eiga sér sína sögu.

Þetta árið hef ég mikið tekið eftir Timberland skónum á götum bæjarins, þeir sýnast þó öllu nýrri en mínir. Timberland skórnir eru klassík og munu seint detta úr tísku.

Ég mæli með góðu pari af vetrarskóm. Það er miklu þægilegra að ganga um í snjó og slyddu í góðum skóm heldur en í Converse eða annars konar strigaskóm sem blotna í gegn, við ættum öll að hafa kynnst því einhvern tímann!

Andrea Röfn