fbpx

OUTFIT

Góðan föstudag! 

Outfit dagsins skartar bara nýjum fötum! Ég hef oft sagt að ég fái æði fyrir fötunum mínum og það er svo sannarlega tilfellið núna með allar þessar flíkur. Veskið er reyndar ekki nýtt, afmælisgjöf sem mér þykir rosalega vænt um.

Faux fur: GUESS

Skyrta: ZARA

Buxur: Urban Outfitters. Hef leitað lengi að fullkomnum (p)leður buxum og eftir að hafa keypt nokkrar sem stóðu ekki undir væntingum rakst ég loksins á þessar í Boston. Þær eru reyndar í styttri kantinum fyrir mig þannig að ég er í svörtum góðum Oroblu sokkum á milli.

Skór: H&M. Leitaði lengi að þeim í öllum H&M sem ég heimsótti í Evrópu en þeir voru hvergi til, ábyggilega uppseldir. Svo sá ég þá í H&M í Orlando, til í öllum stærðum og meira að segja á afslætti – áttu að kosta 50USD en voru á 20USD. Það er svo sannarlega ekki allt vinsælt í Bandaríkjunum sem er vinsælt í Evrópu!

Seðlaveski: Marc by Marc Jacobs.

Eigið góða helgi..

xx

Andrea Röfn

NÝTT

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Pattra

    11. January 2013

    Fííín!

    • Andrea Röfn

      14. January 2013

      Takk!!x

  2. Hrafnhildur

    13. January 2013

    svo LANGflottust stelpa!! love your outfit!!!

    • Andrea Röfn

      14. January 2013

      TAKK mín kæra xxx

  3. María

    14. January 2013

    Mjög flott outfit!
    Er einmitt a leid til Boston um paskana, med hvada budum maelirdu tar, hvar er best ad versla?

    • Andrea Röfn

      14. January 2013

      Takk fyrir!

      Mér finnst æðislegt að versla á Newbury Street og flestar búðirnar þar eru þess virði að kíkja á. Bæði litlar búðir til að gramsa í og svo þessar klassísku – Zara, Urban Outfitters, H&M er mjög stór og flott, American Apparel (passaðu samt að kaupa bara það sem þú þarft þar því annars finnst mér hún allt of dýr miðað við gæði), Guess er oft með eitthvað skemmtilegt. Einnig eru fínar búðir eins og Marc by Marc Jacobs, kíktu þangað því það kostar ekki allt milljón þar eins og maður heldur stundum :)

      Þetta dettur mér í hug núna. Síðan er moll bara rétt hjá Newbury ef þú fílar að skoða í mollum.

      Góða ferð :)