fbpx

NARS

Ég er ekki mikil snyrtivörumanneskja- sem kemur niður á mér þegar ég ætla að gera mig fína um helgar að ég kann ekki mikið annað en að setja á mig maskara og varalit! Ég á það þó til að fá æði fyrir einstaka snyrtivörum og dönsk vinkona mín sýndi mér fyrir nokkrum árum stifti sem ég er með mikið æði fyrir.

Stiftið er frá NARS og heitir the Multiple en það er hægt að nota það sem kinnalit, augnskugga og varalit. Ég nota það yfirleitt á kinnarnar sem gerir förðunina meira spennandi og lætur kinnarnar glansa skemmtilega.

Liturinn minn – „orgasm”

Leighton Meester með „The Maldives”

Ég mæli með því að þið kíkið á NARS næst þegar þið eruð í snyrtivörupælingum!

Andrea Röfn

 

TVEIR + SEX

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Reykjavík Fashion Journal

    16. September 2012

    Þetta stifti er algjör snilld! Elska svona multi makeup – flestar snyrtivörur er nefninlega hægt að nota á fleiri en einn vegu. Maður þarf bara að nota ímyndunaraflið;)

  2. Magga

    16. September 2012

    Hvar færst Nars á Íslandi?

  3. Halldóra

    17. September 2012

    Flott, en hvar fæst þetta merki?

  4. Andrea Röfn

    17. September 2012

    Það fæst ekki á Íslandi, sem er algjör bömmer. En í flestum öðrum löndum sem ég hef farið til hef ég fundið NARS.

  5. Reykjavík Fashion Journal

    23. September 2012

    Það er hægt að kaupa það t.d. í gegnum ebay og láta senda það til landsins. Sú sem á umboðið er því miður ekkert að stefna að því að koma með það aftur – ég hef alla vega ekki heyrt til þess…:/