fbpx

MOTHERHOOD – HULDA SIF

AÞENA RÖFNPERSÓNULEGT

Við mæðgurnar fengum svo skemmtilega heimsókn frá Köben í nóvember frá Huldu Sif ljósmyndara. Hulda hefur síðustu ár birt myndir úr seríunni sinni Motherhood sem hún lýsir á eftirfarandi máta:

Mæður og móðurhlutverkið hafa löngum verið viðfangsefni listamanna og menningaráhugasinna, þó að hugmyndin um hina heilögu móður hafi breyst eru mæður oft kynntar sem fulltrúar staðalímynda. Móðir, dýrlingur, madonnan; sú sem ber ábyrgðina á barninu og heimilinu. Ég beini sjónum að mæðrum, stöðu þeirra í vestrænu samfélagi og hlutverki mæðra. Móðirin sem aldrei fær neina hvíld, spennan sem myndast þegar við erum að vernda börnin okkar; kenna þeim, líta eftir þeim og hlúa að. Barnið verður einhverskonar viðhengi, við erum föst í hlutverkum okkar sem mæður hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hlutverkið er dásamlegt og það allra mikilvægasta en á sama tíma þvingandi. Með röð portretta reyni ég að fanga ákveðið augnablik og spennu sem lýsir alhliða tilfinningu móðurhlutverksins.
Ég held að flestar mæður tengi við þessa túlkun á móðurhlutverkinu – að minnsta kosti finnst mér hún spot on. Það einhvern veginn breytist allt, áherslurnar, ákvarðanirnar, hversdagsleikinn. Þið þurfið nú ekki að leita lengra en í færslurnar mínar og instagram myndir síðasta árið til að sjá að lífið hefur meira og minna snúist um þetta nýja hlutverk í tæpt ár! Móðurhlutverkið er dásamlegt, mikilvægt, krefjandi og allt þess á milli.
Fleiri myndir úr seríunni er að finna á huldasif.com
x
Andrea Röfn
Fylgið mér á instagram: @andrearofn

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg