Í byrjun ársins gerði ég lookbook fyrir MIISTA skómerkið. Myndirnar voru teknar í „gymminu” á Kexinu og settið var með því flottara sem ég hef séð – mexíkósk ullarteppi, gömul íþróttaáhöld og ENDALAUST af rósum sem gerðu það að verkum að settið ilmaði dásamlega!
Lookbookið gerði ég með eintómum snillingum en Saga Sig tók myndirnar, Hrafnhildur Hólmgeirs stíliseraði og Ísak Freyr sá um make-upið. Assistant stylist var Bára Hólmgeirs og Elli Egilsson tók myndir á settinu. Ég verð bara glöð að hugsa um þetta frábæra fólk sem ég fékk að vinna með!
Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ég valdi úr til að sýna ykkur.
Mér sjálfri finnst myndirnar koma mjög vel út og settið, stíliseringin og make-upið passar allt rosalega vel saman. Þegar maður fær að gera eitthvað creative og hreyfir sig eins og maður vill þá koma bestu myndirnar að mínu mati.
Skórnir á myndunum eru frá sumrinu 2012 en margir þeirra eru ennþá til sölu á Solestruck. Ég fékk mér skóna á efstu myndinni en hefði svo sannarlega verið til í þá alla. Skórnir hér að neðan eru til sölu á síðunni og margir þeirra á útsölu! Ég mæli með því að þið kíkið á þá því þeir eru ekki bara flottir heldur eru þeir sjúklega þægilegir í þokkabót.
Fallegt
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg