fbpx

LITAÐUR FELDUR

Ég fann þennan fallega rauða gervifeld í Topshop í London. Hann kom í nokkrum litum; rauðum, svörtum, ljósum og bláum.

Topshop – £25

Lituðu feldarnir voru áberandi síðasta vetur og verða það áfram í vetur. Á síðustu vikum hef ég séð fjölmargar stelpur í flottum feldum. Sigga & Timo gullsmiðir í Hafnarfirði selja finnska kraga úr refaskinni í fjölmörgum litum, þið getið séð þá hér.

Núna væri ég mikið til í að eignast feldjakka í fallegum lit.

..eða kannski hvítan, þessi er allavega hrikalega flottur.

Andrea Röfn 

SUNNUDAGUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sigríður

    24. October 2012

    Veistu hvort feldurinn sé til í Topshop hér á Íslandi? :)

    • Andrea Röfn

      25. October 2012

      Sigríður, ég er ekki klár á því. Það er svo langt síðan ég fór í Topshop heima. Sakar ekki að hringja og spurja :)