fbpx

KALDA

Fékk mér þennan geðveika jakka frá KALDA áður en ég fór út. Síðan á RFF hafði mig alltaf langað í eitthvað fallegt úr AW’12 línunni sem þær sýndu þar.

Línan öll finnst mér mjög falleg og vönduð, flott print í bland við svart og leður. Ég væri til  í miklu meira en bara blazerinn, t.d. jakkana tvo á myndinni hér að neðan og skyrtuna við hliðina á þeim. Ég mæli með því að þið kíkið á línuna og ennþá meira fínt í Einveru.

Jakkinn verður mikið notaður á næstunni, því get ég lofað!

Andrea Röfn

FERÐALAG

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna Sesselja

    5. October 2012

    Svo flottur!