Halló heimur!
Ég er komin heim úr vinnuferð
Þetta var myndataka fyrir NIKITA á virkilega falegum slóðum á Ítalíu. Kuldinn var frekar mikill og því þónokkrir bollar af heitu kakó drukknir á meðan. Tökudagarnir voru þrír en svo fóru dagar í ferðalög. Það er svo fyndið að þó ég búi hérna í Hollandi þá var einhvern veginn miklu meira vesen en ég bjóst við að koma mér aðeins neðar á meginlandið og því þurfti lestarferðir, flug og langar bílferðir til að komast á milli. Því var dásamlegt að koma heim eftir langt ferðalag á laugardaginn.
Ég tók nokkrar myndir á meðan tökunum stóð af ævintýralega fallega landslaginu sem var þarna allt í kring. Ég varð orðlaus við að sjá margt og vona að ég hafi náð að festa þetta ágætlega á filmu fyrir ykkur að sjá.
Flugvallarbiðin sem ég er orðin svo vön
Lago di Braies. Þessi staður er með því fallegra sem ég hef augum litið. Lago di Braies er á lista UNESCO yfir friðuð svæði í heiminum.
Þessar geitur léku sér fyrir utan húsið okkar
Klár í daginn
Ég fékk ekki nóg af því að taka myndir af svæðinu eins og sést
Húskötturinn
Að sjálfsögðu klikkuðum við ekki á sjálfsmyndunum. Það er alltaf jafn gott að hitta þessar stelpur, þær sjá til þess að maður fari hlæjandi og glaður í gegnum daginn!
<3
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg