Mér barst tölvupóstur um daginn aðspurð hvaða hárvörur ég nota til að halda hárinu heilbrigðu og glansandi.
Ég hef aldrei litað á mér hárið eða gert eitthvað svakalegt við það. Það er því mjög heilbrigt og vex svakalega hratt. Á móti kemur að hárið mitt er mjög lítið móttækilegt fyrir öllum krullujárnum eða rúllum – sem getur verið alveg hrikalega pirrandi.
Einu hárvörurnar sem ég nota eru sjampó, hárnæring og hárbursti.
1. Brilliant Brunette
2. Moroccanoil frá Moroccanoil
3. Moroccan argan oil frá Organix
4. Garnier Fructis
5. Tangle Teezer hárbursti
–
Ég hef notað Garnier Fructis vörurnar mest og þær bregðast mér aldrei. Moroccanoil frá Moroccanoil er svo algjört lúxussjampó finnst mér, lyktin er líka guðdómleg. Ég mæli klárlega með öllum þessum vörum.
Að lokum þá nota ég nánast aldrei hárblásara heldur læt hárið þorna sjálft.
Mig er mikið farið að langa til að breyta hárinu og klippa það styttra. Ég sýni ykkur myndir af hugmyndum fljótlega.
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg