fbpx

HERRA TRÉ

Nú er Mottumars í fullum gangi og ásamt hinni hefðbundnu söfnun á mottumars.is nýta hugmyndaríkir einstaklingar oft tækifærið þegar mánuðurinn rennur upp og hanna nýjungar til styrktar átakinu.

Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, hönnunarnemi, er ein þeirra. Hún hefur hannað herðatré sem er í laginu eins og yfirvaraskegg sem hún gaf nafnið Herra Tré. Herðatrén eru seld sem liður í Mottumars og eru fáanleg í Hrím hönnunarhúsi, Kormáki og Skildi, Reykjavikcornerstore.com og á krabb.is. Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélagsins.

Ég er sjúk í þetta, fallegt fyrir uppáhalds kjólinn eða skartgripi eins og á myndinni fyrir ofan!

Heiðdís verður með Herra Tré bás á POPUP VERZLUN HÖNNUNARMARS sem hefst á morgun.

Fylgist með á facebook síðu Hind: www.facebook.com/hindisleg

Andrea Röfn

VINNINGSMYND #TRENDNIKE

Skrifa Innlegg