Loksins, loksins, er hún komin heim til sín, elsku tyrkneska mottan mín. Já og loksins, loksins, er þessi bráðabirgða farin! Ég er búin að hafa augun á þessari mottu í langan tíma en það var eins með hana og allt annað hjá mér, ég þarf alltaf að hugsa hlutina fram og til baka nokkrum sinnum áður en ég tek ákvörðun. Mottan heitir GRI og er frá Kara Rugs sem flytur inn guðdómlegar tyrkneskar mottur, bæði hand- og vélargerðar. GRI passar fullkomlega hér inn og litirnir á henni, sófanum og sófaborðinu spila fallega saman. Snilldin við þessi kaup er sú að við gátum brotið mottuna saman og pakkað henni í ferðatösku sem mamma kom svo með hingað út.
Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli..
Fleiri mottur eru væntanlegar til Kara Rugs og þið getið skoðað úrvalið á instagram: @kararugs
Sófinn og sófaborðið eru bæði frá Bolia.com
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg