fbpx

GRAMMY VERÐLAUNIN

GRAMMY tónlistarverðlaunin voru haldin hátíðleg í 55. skipti í Los Angeles í gær. Tónlistarfólk úr öllum áttum var saman komið í sínu fínasta pússi á þessa flottu hátíð.

Ég fylgdist ekki með verðlaunum í beinni en hóf strax í morgun að skoða myndir og velja mín uppáhöld. Mér finnst gaman að sjá muninn á Grammys – og Golden Globe verðlaununum sem ég fylgdist með og skrifaði um í janúar. Grammy verðlaunin voru mun meira “laid-back” eða afslöppuð hvað varðar fataval. Gestir tóku áhættu og margir pössuðu sig á því að falla svo sannarlega ekki inn í fjöldann.

Það mætti því segja að minna var um hefðbundna smókinga og “örugga” síðkjóla eins og sjá mátti á Golden Globe, og meira um skrautleg eða lituð jakkaföt, leðurjakka og gallabuxur, strigaskó, öðruvísi kjóla, djarfa liti og skemmtileg snið. Á Grammy tóku margir áhættu og létu það virka, aðrir voru hefðbundnari. Hérna eru dæmi.

Rihanna í Azzedine Alaia. Hún vann Grammy verðlaun ásamt Calvin Harris fyrir besta ‘short form’ tónlistarmyndbandið.

John Mayer flottur í bláu

Hljómsveitin Fun. Þeir unnu til tveggja verðlauna, bestu nýliðarnir og fyrir besta lagið ‘We are Young’.

Adele í Valentino. Hún vann verðlaun fyrir besta flutninginn en það var þegar hún flutti ‘Set Fire to the Rain’ í Royal Albert Hall

Hjartaknúsarinn Frank Ocean. Plata hans Channel Orange var valin ‘best urban contemporary album’ en hann vann einnig til verðlauna ásamt Jay-Z, Kanye West og The Dream fyrir lagið ‘No Church in the Wild’.

Beyoncé stórglæsileg í samfesting frá Osman. Hún vann fyrir besta R&B flutninginn á laginu ‘Love on Top’.

John Legend og frú

Alexa Chung sumarleg og elegant á sama tíma

Mumford and Sons. Þeir áttu plötu ársins ‘Babel’ og unnu einnig fyrir besta ‘long form’ tónlistarmyndbandið fyrir lagið ‘Big Easy Express’ ásamt Edward Sharpe and the Magnetic Zeros og Old Crow Medicine Show.  

Quincy Jones og Ziggy Marley
The Roots

Janelle Monae. Hún vann ásamt hljómsveitinni Fun. fyrir besta lagið ‘We are Young’. Einhvers staðar sá ég hana á lista yfir þá verst klæddu í gærkvöldi en ég er ekki sammála, mér finnst hún töff!

Alabama Shakes. Þau voru tilnefnd sem bestu nýliðarnir og fyrir besta rokkflutninginn.

Justin Timberlake og Jay-Z – alltaf flottastir


Sting, Ziggy Marley, Bruno Mars og Rihanna.

Það má með sanni segja að Grammy hátíðin í ár hafi verið stórflott.

Andrea Röfn

myndir: heimasíða Grammy og the Huffington Post

ÞRENNT

Skrifa Innlegg