Á föstudaginn fór fram góðgerðarkvöld til styrktar Barnaspítala Hringsins í Laugardalshöll. Það var Gulli, kærastinn minn, sem stóð fyrir kvöldinu ásamt yndislegum hópi fólks sem lagði endalausa vinnu í að gera það hið allra besta.
Maturinn var frá Kjötkompaní Hafnarfirði og sló gjörsamlega í gegn. Auðunn Blöndal var veislustjóri kvöldins og Pétur Jóhann var með uppistand, og svo mætti sjónhverfingamaður á svæðið. Happadrættismiðar seldust í þúsundatali, íþróttatreyjur voru á uppboði og að lokum tóku Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar við og héldu fólki í stuði það sem eftir lifði kvölds.
Kvöldið gekk eins og í sögu, mikill peningur safnaðist og gestir gengu glaðir út eftir að hafa styrkt frábært málefni.
Ég klæddist loksins nýjum Filippa K kjól úr SS’13 línunni sem ég hafði verið að spara fyrir kvöldið
Kjóll: Filippa K
Skór: Donna Karan New York
Mæðgurnar mjög sáttar með gott kvöld
*
Í vikunni verður svo farið á Barnaspítala Hringsins og ávísunin afhent, ég leyfi ykkur að fylgjast með.
Það er svo gott að láta gott af sér leiða og Gulli og skipuleggjendurnir eiga RISAstórt hrós skilið og meira en það.
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg