fbpx

FLOAT – GRAPHIS GOLD AWARD

FLOAT er íslensk vörulína flothettu, hönnuð af vöruhönnuðinum Unni Valdísi. Flothettan er hönnuð til að upplifa vellíðan í vatni, losa um streitu og stuðla að heilbrigði. Hún Svana fjallaði skemmtilega um flothettuna fyrir stuttu.

Ég var svo heppin að fá að fyrirsætast með flothettuna og fór ég ásamt litlu og frábæru team-i í myndatöku fyrir veggspjald Float. Leynivopnið, hönnunarfyrirtæki Float, hefur nú hlotið Graphis Gold award verðlaun fyrir þetta veggspjald, sem er valið til birtingar í bókinni Graphis Poster Annual 2013 – Frábært!!

Unnur Valdís og Einar Gylfason hönnuðu veggspjaldið og Gunnar Svanberg tók ljósmyndina.

Graphis útgáfan er fyrirtæki frá 1944 sem nú starfar í New York og er mjög virt í auglýsinga- og hönnunarbransanum. Fyrirtækið hefur alla tíð gefið út bæði bækur og tímarit um það besta sem er að gerast í bransanum um allan heim.

Ég get sagt ykkur og staðfest það að afslöppun með hettuna er eitt af því notalegasta sem ég geri. Ég endurnærist gjörsamlega, hendi öllu stressi í burtu og finn virkilegan mun á mér. Nú eru einnig fáanleg Fótaflot sem sett eru á fæturna.
Flothettan og Fótaflot fást í Spark Design Space, Sóley Natura Spa – þar sem einnig er hægt að prófa hettuna, ATMO og Laugarvatn Fontana. 

Facebook síða Float: hér

Andrea Röfn

21

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Friðrikka

    28. February 2013

    þetta er gómsætt mig langar í svona chill hatt !